Goðasteinn - 01.06.1975, Page 36
mjókkaði nokkuð upp, en tók ekki upp yfir fjárhópinn. Sást
greinilegur ferill eftir það í sandinum. Fleiri höfðu orðið varir
við eitthvað óhreint á þessum slóðum. Gengu sagnir um það,
að ýmsum hefði ekki orðið næðissöm nótt framan í Búrfells-
hálsum.
Saga þessi er skráð eftir Guðmundi Guðmundssyni að Nönnu-
stíg 7 í Hafnarfirði 1968. Guðmundur er fæddur 28. ágúst 1883.
Hann er orðvar og gætinn, og hefur verið óvenjulegt þrekmenni.
Saga hans minnir á einfætinginn á Þórsmörk, sem ýmsir urðu
varir við og við áttu orðin, sem sögð voru við Sturlu í Lágev
forðum: „Kringlótt eins og keraldsbotn og engin á táin“.
Þ, T.
Draumvísa
Guðfinnu dóttur Sveins Alexanderssonar á Sólhcimum í Mýr-
dal dreymdi, að maður kom til hennar og hafði yfir þessa vísu:
Hann er að kalla á oss alla og iðran bjóða,
með orðið snjalla og andann góða,
einn part valla heimtir þjóða.
Eftir handriti Sigfúsar M. Johnsen fyrrv. bæjarfógeta.
Maður kominn úti er,
ósa ljósa brekka,
biður um að beina sér
blöndusopa að drekka.
34
Goðasteinn