Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 42

Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 42
ær, með fjórum hrútum, sauðir 100, gemlingar 70, 6 kýr, 26 hross, 3 geldtappar, og ætíð voru heyfyrningar hjá fóstra mínum. Þá er að minnast á fáum orðum, þar sem við var skilið, með róðrana hjá Sigmundi gamla. Árið eptir var ég í Inngarðinum og fékk þann besta hlut, er ég hef á æfi minni fengið, 590 fiska, hjá Skapta Jóhannessyni á Hrakkalsstöðum (Hrafnkelsstöðum) og árið eptir hjá þeim sama. Vorið næsta fór ég burtu frá Tungu til Þórarins bróðir og Ingunnar Magnúsdóttur frá Syðra-Langholti í Ytrihrepp. Ég hlaut mikið gott af þessari ferð til bróðir míns. Þegar ég var búinn að vera þarna hjá þeim ekki fullt ár, vildi ég aptur til fóstra míns, en hann vildi ekki þiggja boðið, og var það eitthvað af því besta, sem hann gat mér gert alla okkar sam- verutíð, því hefði fóstri minn tekið mig til sín, hefði ég ekkert gott af ferðinni hlotið til bróður míns. En það var öðru nær en svo yrði, og ég hlaut óumræðilega mikið gott af þessari ferð. Þegar ég var búinn að vera rúmlega árið hjá bróður mínum, var ég látinn róa á Eyrarbakka og aflaði heldur lítið en þó so, að það varð á hest og fór so heim að Götu; þar átti bróðir minn heima. Ég mætti missvefni í ferðinni, sem ég hef ætíð verið slæm- ur að þola, og eins var í þetta sinn. Þegar ég kom upp að Götu, átti ég að vinna þar við móupptekt, en mig langaði svo að leggja mig en mátti ekki, þar ég átti að vera að vinna. Mér fannst, eins og var, ég stríða óvenju mikið við að sofa ekki, þar til ég þurfti ekki lengur að hafa fyrir því, því ég gat ekki sofnað og varð þegar brjálaður. Má nú nærri geta, hvernig fór, ég var þá til og frá um alla bæ.i, sem ég var áður og ætíð mjög frá sneiddur. Var ég þá spurður, hvort ekki ætti að slá mér eina æð. Ég þáði þennan gamla vana en mér þó jafn óhollan, því blóðtökur allar yfir höfuð voru mér í heild sinni mjög óþarfar. Þær voru því aðeins við hafðar, ekki af illu heldur þekkingarleysi. Ég hef aldrei mátt við að missa þann m.ikla dýrgrip, sem var mitt góða og alveg óspillta blóð. Varð ég að verða af með það 9 sinnum. Mér hefur því orðið að orði, að menn fóru að reyna að skapa mig upp, en það tókst greinilega uppá það allra versta, sem ég hef þó orðið allt að þola með þögn og þolinmæði. Þetta, sem hér er talið, hefur á mig verið lagt og ég ekki á 40 Goðastemn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.