Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 43

Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 43
neinn hátt undan komist. Ætti ég að vera þess þakklátari fyrir þá óviðjafnanlegu góðu heilsu, sem ég hef nú oftur orðið fyrir allt að hálfa öld. Nú verð ég að hverfa til hins, er áður við skildi, sem var hin 9. blóðtakan og ég þá fullra 24 ára að aldri. Fóru þá hjónin, Þór arinn og Ingunn mágkona, að taka saman ráð sín um, hvað nú skyldi til bragðs taka. Eitthvað merkilegt og þarft verk þurfti nú að vera mér til handa. Þau urðu úrslitin, að ég laxeraði með krodinolíu, hún var þá til á heimilinu, og er það lítið sýnishorn af myndarskap þess. Voru tilteknir 4 dropar af olíu þessari, cn þeir þýddu nú heldur lítið i mig, so komu 6 og fór á sömu leið, að ekkert hreif. En Ingunn mágkona ráðlagði mér, sem síst ætti að gleyma, að drekka sem mest af volgu vatni sem gat og átti að liðka ganginn. Nú ansar Þórarinn bróðir til og segir, að karl skuli nú hafa sem hrífur og tók til 10 dropa að nýju ofan á það, scm komið var. Urðu nú þetta samtals 20 dropar, sem ofan í mig fór sama daginn, er þctta mesta inntaka, sem ég hef heyrt um á íslandi. So þegar þetta fór að verka fyrir alvöru, fór ég hið fyrsta á setuna, og mátti heita að yfir mig liði, og ég sá ekki sólina um hádcgisbilið um hásumarið. En þegar ég komst til réttrar mcðvit- unar, varð mér allt léttara fyrir brjóstinu. Brjóstsviða hafði ég líka áður um nokkur ár, og hvarf hann þegar í þessum svifum. Nú fór ég að komast til sjálfs míns og gat unnið að slætti. Það kemur nú ekkert beinlínis sögulegt fyrir. Mér lcið mjög vel hjá þessum bróðir mínum og Ingunni Magnúsdóttur konu hans, voru þau bæði til samans það sanna og rétta verkfæri í Guðs hendi mér til góðs, sem ég ei fæ þeim og Guði fullþakkað. Ingunn mágkona cr ein af myndarlegustu konum, scm ég hef fyrirhitt, öll innivinna hennar gekk bæði fljótt og vel, meðan hún átti yfir henni að ráða. Þórarinn bróðir á þann heiður skilinn, að hann fyrirfannst einn af þeim fyrstu jarðyrkjumönnum, er siglt höfðu. Þó gat þessi jarð- yrkja ekki þrifist, heldur en hinna, er hana höfðu áður reynt. Farsælast verður okkur íslendingum að slétta í beð, so vatnið geti ekki numið staðar á sléttunni, en umfram allt að bera vel undir þakið, að þeim verkum býr jörðin best. Þá er sem snöggvast að segja frá börnum Þórarins og Ingunnar: Goðastemn 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.