Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 43
neinn hátt undan komist. Ætti ég að vera þess þakklátari fyrir þá
óviðjafnanlegu góðu heilsu, sem ég hef nú oftur orðið fyrir allt
að hálfa öld.
Nú verð ég að hverfa til hins, er áður við skildi, sem var hin
9. blóðtakan og ég þá fullra 24 ára að aldri. Fóru þá hjónin, Þór
arinn og Ingunn mágkona, að taka saman ráð sín um, hvað nú
skyldi til bragðs taka. Eitthvað merkilegt og þarft verk þurfti nú
að vera mér til handa. Þau urðu úrslitin, að ég laxeraði með
krodinolíu, hún var þá til á heimilinu, og er það lítið sýnishorn af
myndarskap þess. Voru tilteknir 4 dropar af olíu þessari, cn
þeir þýddu nú heldur lítið i mig, so komu 6 og fór á sömu leið,
að ekkert hreif. En Ingunn mágkona ráðlagði mér, sem síst ætti
að gleyma, að drekka sem mest af volgu vatni sem gat og átti að
liðka ganginn. Nú ansar Þórarinn bróðir til og segir, að karl
skuli nú hafa sem hrífur og tók til 10 dropa að nýju ofan á það,
scm komið var. Urðu nú þetta samtals 20 dropar, sem ofan í mig
fór sama daginn, er þctta mesta inntaka, sem ég hef heyrt um á
íslandi. So þegar þetta fór að verka fyrir alvöru, fór ég hið fyrsta
á setuna, og mátti heita að yfir mig liði, og ég sá ekki sólina um
hádcgisbilið um hásumarið. En þegar ég komst til réttrar mcðvit-
unar, varð mér allt léttara fyrir brjóstinu. Brjóstsviða hafði ég líka
áður um nokkur ár, og hvarf hann þegar í þessum svifum.
Nú fór ég að komast til sjálfs míns og gat unnið að slætti. Það
kemur nú ekkert beinlínis sögulegt fyrir. Mér lcið mjög vel hjá
þessum bróðir mínum og Ingunni Magnúsdóttur konu hans, voru
þau bæði til samans það sanna og rétta verkfæri í Guðs hendi mér
til góðs, sem ég ei fæ þeim og Guði fullþakkað. Ingunn mágkona
cr ein af myndarlegustu konum, scm ég hef fyrirhitt, öll innivinna
hennar gekk bæði fljótt og vel, meðan hún átti yfir henni að ráða.
Þórarinn bróðir á þann heiður skilinn, að hann fyrirfannst einn af
þeim fyrstu jarðyrkjumönnum, er siglt höfðu. Þó gat þessi jarð-
yrkja ekki þrifist, heldur en hinna, er hana höfðu áður reynt.
Farsælast verður okkur íslendingum að slétta í beð, so vatnið geti
ekki numið staðar á sléttunni, en umfram allt að bera vel undir
þakið, að þeim verkum býr jörðin best.
Þá er sem snöggvast að segja frá börnum Þórarins og Ingunnar:
Goðastemn
41