Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 44

Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 44
Bjarni, að mig minnir, var elstur þeirra systkina. Varð hann prest- ur á Utskálum en fór þaðan snögglega og til Ameríku. Jórunn þar næst, dó um 20 ára úr slagaveiki. Magnús þar næst, mátti heita fyrirtak ungra manna, orðinn snikkari yfir tvítugt og dó snögglega. Árni er prestur í Miklaholti í Miklaholtshrepp. Anna var líka, varð kona Páls Péturssonar frá Borðeyri og dó hún á útsiglingu til Ameríku og Páll maður hennar nokkru síðar. Þuríður hét ein þessara systra og kona Guðmundar Jakobssonar trésmiðs frá Sauðafelli. Ágúst Hallgrímur er einn af þeim bræðrum og er í Stykkishólmi, bókhaldari eða barnakennari. Þóra er yngst sinna systkina og er kona Péturs Þórðarsonar frá Rauðkollsstöðum í vesturhreppnum, og býr Pétur nú í Ólafsvík. Það 9. barn bróður míns kom andvana. Þórarinn heitinn bróðir þótti ávallt skemmti- legur og ráðvandur maður. Helgu á ég fyrir systur, og er hún flutt austur í Mýrdal og giftist Högna frá Hrútafelli. Nú er Helga í Görðum hjá Árna stjúpsyni sínum, ekkja, einu ári eldri en ég. Þarna fer mæta vel um Helgu, því Árni er sæmilegur búmaður og tekur vel til höndunum. Nú er kominn langur kafli, sem mér kemur lítið við. Nú kom að þe.im tíma, að ég fór burt frá bróður sínum og Ingunni konu hans og hafði ekki sem best vit á að meta þennan mér óviðjafnan- lega stað eins og vert var, því satt að segja, bý ég að þessari veru minni hjá bróður mínum meðan ég lifi, ég fékk þar þessi ómetan- legu gæði, sem var mín góða heilsa. Bróðir minn vildi ekki reka mig út á ckki neitt heldur gefa mér að jeta og sjálfsagt nægileg föt. Þetta átti ég að þiggja en gat þó ekki, heldur fór suður í Holt og dvaldi þar tvö ár hjá Jóni Guðmundssyni á Hreiðri og Helga í Ölversholtshjáleigu. Sótti Helgi um þær mundir nokkurn heyskap í Safamýri, og komst ég þá í þá bestu slægju, er ég hef slegið á æfi minni. Við Helgi komum þar um miðaptan um kvöld- ið og slógum, sem eptir var dags og svo daginn eptir og hættum kl. 6. Varð þessi heyskapur 40 heybandshestar. Ég fékk sæmilegt kaup hjá þessum húsbændum mínum. So fór ég lengra suður í Holtin, að Háfi, til Sigurðar, gamals manns, var á fyrri árum sínum með betri búmönnum. Þar voru bæði heldur góðar engjar 42 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.