Goðasteinn - 01.06.1975, Page 47

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 47
þetta sinn lagðist ég ekki rúmfastur og ekki heldur so ég gæti ekki unnið. Fór ég þá í vinnu í bakaramóinn. Björn hét sá, er fyrir honum var, ofan úr Kjós. Mjög litlar afgangs leifar voru eptir um vorið. So um sláttinn að Fossá í Kjós til Jóns Grímssonar, 10 krónur um vikuna, er ég tók í kindum og peningum. Um vorið var ég hjá Pétri Valgarðssyni til húsanna eða foreldrum hans, en eptir sláttinn var ég um haustið á Fossá og veturinn suður á Seltjarnarnesi hjá Ólafi stóra, sem so var kallaður, því hann var bæði stór og sterk- ur en ekki að sama skapi lánsamur, því hann drakk töluvert af víni og dó þegar. En þetta sama haust og ég var hjá Ólafi þurfti ég mjög mikið að útrása mig, fara austur í Rangárvallasýslu að sækja dót mitt, því ég ætlaði það fyrsta að flytja mig suður og gerði það líka. Mig langar að geta þess, þegar ég reri suður á Nesi með Ólafi heitnum stóra, sem so var kallaður. Ég lagði mér allt til nema vökvun og kaffe og fiskaði allvel. En þegar til kom og fiskur minn var látinn inn, setti Ólafur mér allt so dýrt, er ég þáði af honum, að ég gekk slyppur frá. Einn róður reri ég með Ólafi, er nú skal greina: Við rerum þá sem aðrir í blíðskaparveðri um morguninn en fórum ekki nema í djúpið og leituðum þar. Hinir fóru flestir lengra og til Sviðs. Við leituðum og sátum í djúpinu og urðum elcki varir. Segir þá Ólafur framímanni að taka stjórann en hann kvaðst ekki geta snúið sér við fyrir stórri slorskrínu, sem framí var, sagðist vera góður með að setja útúr skrínunni, og sagði Ólafur hann mætti það, því þeir voru byrgir af hrokkelsum. Framímaður setur útúr skrínu sinni en fer so að taka í stjórafærið, en þá verður Ólafur var og nær þessari skepnu og segir: ,,Ég ætla að reyna aptur“ og verður fastur. „Renni þið, drengir, hér er einhver ranglingur.“ Við renndum þegar allir og hlóðum á auga- bragði. Hann varð þarna vitlaus á slógið úr skrínunni, og rerum í land í blíðskaparveðri. Mér varð þá að orði: „Hægt er að taka við, þegar að er rétt.“ Ég verð að bregða mér sem snöggvast í bók minni austur eða suður í Landeyjar. Ég var þar upp alinn og þekkti þar marga unga og gamla, nýta og ónýta menn að fornu og nýju. Það eru Goðasteinn 45

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.