Goðasteinn - 01.06.1975, Page 49

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 49
hjá Teiti Finnbogasyni, að hann seldi mér ljá í kaupavinnuna og reyndist hann vel. Ári síðar kom Sigurður að máli við mig og spurði, hvort ég vildi ekki byggja hús í félagi við sig. Sýndist Sigurði það ekki áhorfsmál, að betra væri að eiga hús í Reykja- vík en jörð í sveit. Var so farið sem fyrst að byggja húsið en þurfti samt fyrst að fá hússtæðið, cr varð kálgarður, sem Evþór Felixson átti uppí Ingólfsbrekku. Kostaði hann 100 dali. Voru nú valdir smiðir, allgóðir í sjálfu sér, en skemmdust til muna af óreglu, sem þá var á háu stigi og enda bæði fyrir og eptir. Sigurður járnsmiður var nú að minna mig á, að betra væri og enda ómissandi fyrir mig að líta eptir þeim grunnmönnum, er voru að byggja hús okkar. Ég gaf mig lítið að soleiðis reglusemi. Þá átti ég nýjan hnakk uppihangandi í smiðjunni hjá Sigurði smið. Kom þá maður einhver, sem ég þekkti, og beiddi um hnakkinn. Lét ég hann þegar og sá hann aldrei aptur eða neitt fyrir hann. Sagði þá Sigurður, er var að smíða að vanda: „Illa fer þú með eigur þínar.“ Þetta fann heldur lítið á mig í þá daga. Ég fékk Sigurði járnsmið 260 dali til að byrja með, 100 dali varð ég að borga Sigurði Melsteð, er ég áður var búinn að skulda fyrir lausamennskuleyfið. Átti ég þá í svipinn 40 dali afgangs, sem ekkert varð gert við nema eyða, sem ég þá óspart gerði, so sem einu sinni, að ég keypti flösku, var hún 3 dali. Fór so með hana í smiðju Sigurðar. I þetta sinn sá það enginn. En flaska þessi fór óvart niður úr barmi mínum ofan á heilmikið af járni og brotnaði þar. Ég undir eins eptir þessar ófarir niður í kaup- stað og sótti aðra flösku. Flennar held ég hafi notið í næði. Sona fóru nú þessir 40 dalirnir, er rentuðu sig vel, en allir niður á við. Um þessar mundir var ég nú farinn eða ætlaði að læra smíði hjá Sigurði, en það varð nú ekki meir en so, að ég aðeins sá til Sigurðar en blés helst að smíðum hans. Ég var að mig minnir fram undir haust hjá Sigurði. Fór þá að verða óánægður og fór þegar í burtu og leigði hjá Sigurði í Móakoti. Um haustið fór ég austur í Landeyjar, því ég átti cptir lítilsháttar af peningum hjá Sigurði á Skúmsstöðum, sem ég líka fékk og hafði til að lifa á um vet- urinn. Þetta, sem hér er að framan talið, lenti allt í ræfilskap og engu. Goðasteinn 47

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.