Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 50

Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 50
Nú var farið að kaupa við í húsið af alefli. Húsið var formað 14 álnir á lengd, 9 á breidd. Hvað mikið Sigurður hafði frá sjálf- um sér, er mér ókunnugt. I þennan mikla hússkrokk þurfti miklu me.iri peninga. Nú fram af þessu sagði ég mig úr byggingu á móti Sigurði vegna þess, að ég sá mér ekki neitt fært. Bauð mér síðar og beiddi sjálfur Jón Guðmundsson Þjóðólfsútgefari að gera skilmála okkar Sigurðar á milli, sem voru þeir, að Sigurður smiður átti, ef hann vildi, verða eigandi að hússkrokki þessum með því að borga mér áfallandi rentur, 100 dali árlega. Þetta gjald treysti Sigurður sér ekki að borga. Beiddi hann síðan Eyþór Felixson að ganga í þetta kaup á húsinu, sem og Eyþór gerði. Var því úr þessu Sigurður laus allra mála, einnig ég, við allt þetta byggingarstrit. Eyþór og ég áttumst því við um þá 600 dali, sem komnir voru í húsið. Nokkuð af þessum peningum átti Pétur Valgarðsson hjá mér, sem ég so borgaði. 200 dali lánaði ég Sigurði fangaverði, sem ég að sönnu fékk borgaða með því að taka útúr búðinni til að éta út, og var ég þá aldrei einn um úttektina. Það, sem eptir stóð hjá Eyþór, sem voru 200 dalir, gerði ég sama við, og fundust mér þeir dalirnir langbestir, sem mér auðnaðist að éta út, en það var svo mikið langt frá, að allar þessar fallegu eigur færu so vel. Má hér sem optast sannast: Auðurinn er góður þeim, sem mcð hann kann að fara, hinum er hann eins og rögum manni langt vopn. Hefði ég nú verið einn um á Islandi að eyða og spenna, þá væri Iandi voru betur varið en er. Samt fegrar það ekkert minn málstað. Um þessar mundir fór ég að leigja hjá Páli Bjarnasyni í Skál- holtskoti í Reykjavík. Páli þessum þótti nú alltaf gott í staupi, það var hans mein og gat ekki gróið ncma með dauða. Um þær mundir ríkti mikill drykkjuskapur í Reykjavík, sem ég hygg ennnú ekki vera úti. Með Páli fór ég einu sinni austur í Tungur og fórum þá að kaupa fé handa okkur að vetrinum. Mig minnir, að ég keypti 5 kindur, og varð ég að taka til láns hjá Pétri Val- garðssyni 30 dali. En Páll hafði töluvert að bókum, er hann tók til láns hjá Agli bókbindara, og höfðu ekki komið þar öll kurl til grafar, hvað borgun þá snerti. Ég fór opt í vegabætur, þegar ég var í Skálholtskoti og gekk 48 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.