Goðasteinn - 01.06.1975, Page 51

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 51
optast nær og fékk 2 krónur um daginn. Einu sinni ætlaði ég að gæða mér með því að fara með hest til að ríða, til að geta verið e.ins og hinir piltarnir, sem ætíð riðu til og frá. Fékk ég mér nú bleikskjóttan hest, traustan og góðan, með reiðtygjum og öllu tilheyrandi og beiddi so fyrir hann með hestunum hinna. Nú á sunnudagsmorguninn fór ég að taka út til vikunnar. Rétt áður en ég lagði á stað, vissi ég af flösku við höfuðlag mitt. Þar var því sem svarar peli af rommi, og saup ég vel á þessu og sveif á mig, fór so um þcnnan sunnudagsmorgun að taka út til vikunnar, en það var brauð, smér og kaffe. Ætlaði ég so að taka mér rétt einu sinni vel til vikunnar af brennivíni, helst 2 potta, en þá vantaði kútinn cn ekki annað í búðinni fyrir hendi en 2 kareplur og tók þær þegar og fyllti af víni. Fór so með allt heim að Skál- holtskoti. Varð nú kenndur til muna og ekki nærri í tíma ferða- fær eins og hinir piltarnir. Varð því í þetta sinn að verða eptir af vegagerðarmönnum mínum. Hestinn, er ég fékk lánaðan, vissi ég heldur ekkert um. Leið so sunnudagurinn og mánudagurinn, að Guðmundur vissi ekkert um vegagerð sína. Var þá samstundis gerður út einn af félögum mínum að leita að mér dauðaleit og fann mig lítið eitt kominn á stað úr Reykjavík með aðra kareplu, en hina var ég áður búinn að gefa Sigurði smið, af því hann bar fyrir mig jakka frá Stuðlakoti að Skálholtskoti og hina karepluna fulla af brennivíni og ég með, augafullur. Þar að auki brá ég mér til Jóns Guðmundssonar, þá blindfullur, en gat opt og tíðum látið bera furðulítið á mér og eins var það, í þetta sinn. Sótti ég til Jóns 4 krónur í peningum. Kcypti ég þá af Sigurði smið hcilmikið af skeifna- og járnarusli, er mér gat ekkert orðið úr. LFppá þennan máta er ófært að iifa og geta ekki tekið sinnaskiptum. Eptir þessi vandræða viðskipti fór ég so fram af þessu að gefa mig að vegagjörð minni. Hér mátti nú í þctta sinn sannast, að eptir höfði hneigja sig limir, þar sem sjálfur forstjórinn, Jón Ásmundsson að nafni, fór optast á stað úr Reykjavík með hálfa flösku af brennivíni, en í þcirri sömu ferð var full tveggja potta tunna. Náði hún að endast að hálfnaðri viku. Þurfti þá að sækja meira so eitthvað yrði til að útenda vikuna. Ég útenti nú með piltum þessa vegagjörð þá, er ég var í, og lá hún frá Árbæ í Goðasteinn 49

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.