Goðasteinn - 01.06.1975, Side 53

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 53
ættuðum úr Vatnsdalnum. Gekk vel fyrsta og annan daginn. En þegar við áttum að leggja úr Kalmanstunguskógnum um morgun- inn sýndist okkur öllum ferðamönnum hann líta illa út. Var auð- séð á öllu loptsútliti, að hann stóð með byl. Enda skall hann á okkur, mátti so heita, með þreifandi byl undir kvöldið. Urðum við að skilja við menn, hesta og fé til að halda lífinu. En það er frá mér að segja, að ég hélt áfram alla nóttina og var kominn um birtinguna að Kárastöðum í Þingvallasveit. Þá var ég orðinn so þrekaður, að ég treysti mér ekki til að fara á stað daginn eptir heldur, en so úr því ferðafær. Þrjár kindur átti ég í rekstrinum en tapaði einni og sá hana aldrei aptur. En seinna frétti ég, að þeir ferðamenn mínir hefðu tekið þessa mína kind og skorið, þar sem þeir lágu við í Þing- vallasveitinni. Þetta hlaut nú Eggert, forstjórinn, að vita, sökum þess minn sauður var skrifaður hjá honum í klaðann (kladdann), og ætlaði þegar að láta mig hafa aðra kind í staðinn, sem langtum var betri, en mér datt þá til hugar að taka ekki þessa kind, þar eð ég sá það var ekki til neins að verða af með æru sína og þar á ofan verða kindarlaus. Útí þessa heimsku datt mér ekki í hug að fleygja mér. Samt sögðu bæði pólitíin og fleiri að mér hefði verið óhætt að taka þessa kind, þar eð Eggert, fyrir- liðinn hefði afhent mér hana í staðinn fyrir mína. En ég gekk slyppur frá þessu sem öðru, er síðar verður frá sagt. Þegar ég nú sá, hvernig þetta lyktaði, segi ég so margir heyrðu: „Mín kind kemur enn að norðan.” Það gat nú ekki látið sig gera að kind kæmi, þar eð hún sjálf var ekki sköpuð. En hvað úr þessu tali og trú, það kom maður, sem þurfti að passa, því hann var viti sínu fjær. Ég passaði Jón Lúðvíksson Blöndal með öðrum manni til og fékk fyrir Jón verðið, sem sauður minn hafði kostað. Mér varð nú eptir trú minni í þetta skipti sem oftar. Var ég so þennan vetur í Reykjavík en man ekki uppá víst, hvar ég réri. En norður fór ég árið 1875. Allar mínar fyrstu ferðir fór ég austur Mosfellsheiði og í Þingvallasveitina og í þetta sinn Kaldadal. Ég gisti þá á Kárastöðum. Um morguninn, rétt áður en ég lagði á, hitti ég mann, sem hafði komið frá sjó Goðasteinn 51

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.