Goðasteinn - 01.06.1975, Page 54
eins og ég. Sá hét Nikulás, norðan úr Langadal. Fór so við urðum
samferða alla leið og óðum síðast Blöndu hérumbil í buxnastreng.
Fór þá þessi Nikulás strax í vinnu. Þetta var í byrjun túnasláttar.
Hélt ég so áfram austur allan Langadal og yfir Vatnsskarð,
þá að Víðimýri til Jóns Árnasonar. Ég sá hann rétt í svip og
hvorki fyrr eða seinna, enda var Jón þá feigur því hann drukknaði
í Héraðsvötnum 1876.
Það er frá mér að segja, að ég lenti í koti rétt fyrir vestan
Víðimýri, var þar í 2 eða 3 daga hjá gömlum manni, er Bene-
dikt hét. Smíðaði hann fyrir mig bakka á ljá, er ég þá var með.
Fór so að Krithóli. Var þar í hálfan mánuð, 8 krónur um vikuna.
Elísabet hét þar ekkja og Gísli var ráðsmaðurinn og fór síðar
til Ameríku og dó þar. So fór ég norður á Akureyri. Sá ég þá
fyrst þann kaupstað. Var þá í vinnu til og frá í Kræklingahlíð-
inni, optast 8 krónur um vikuna. Fór ég so suður um haustið.
Optar en ekki voru litlar afgangsleifar eptir sumarið af kaupi
þessu.
1 Reykjavík hef ég sjálfsagt verið vetur þennan næsta. Höfum
við Magnús Páisson, ættaður úr Reykjavík, verið saman, bjugg-
um saman og keyptum bæinn saman af Eðvarð Ziemsen. Átti
hann að verða 400 krónur og borgast á 4 árum. Gjald þetta
treysti Magnús sér ekki að borga, beiddi mig því að vera með sér
í kaupinu, sem ég so gerði, en mig þraut þá peninga seinasta árið
og stóð uppá mig borgunin. Varð Magnús þá so bráðheppinn að
fá vinnu og þar með kona hans, Steinunn, með öllum börnum
sínum, við Reykjanesvitann. Mig minnir að þau hjónin hafi fengið
yfir sumarið og nokkuð fram á haustið 500 krónur. Gat Magnús
því borgað fyrir báða. Samt gat ég ekki fengið neitt af þessu
bæjarverði hjá Magnúsi þar ég gat ekki borgað sjálfur það, sem
eptir stóð af bæjarverðinu. Þetta sýndist bæði mér og öðrum rang-
látt eða röng aðferð Magnúsar, og hafði ég minn skaða so búinn.
En nú er so komið, að Magnús er laus við bæði bæjar- og hús-
eign sína sem ekkert hefði verið.
Eptir þennan tíma fór heldur að losast um mig í Reykjavík,
því þá stóð líka opt og iðulega uppá mig bæjargjald. Var þeim
þá að detta til hugar að telja árin, sem ég var búinn að vera í
52
Goðasteinn