Goðasteinn - 01.06.1975, Page 56

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 56
að þvo sér úr lækjarsprænu uppum andlitið, því þetta var þá drykkjumaður í meira lagi ef ekki í mesta lagi. Þekkti ég þennan mann langtum fyrri. Þetta var Magnús Benediktsson, og átti hann heima á Akureyri. Spyr hann mig þá að, hvort ég vildi ekki verða vinnumaður í Grímsey hjá séra Pétri. Sagðist ég mundi gera það. Spurði ég hann þá að, hvar ég ætti að vera, þar til Grímseying- ar kæmu úr eyjunni, en þeirra var von í 15. viku surnars. Sagði Magnús ég skyldi fara uppí Lögmannshlíð og mundi ég fá þar vinnu. Þegar ég so þangað kom, stóð það heima. Var ég so þar í mánaðartíma, 12 krónur um vikuna. Fram af þessu fóru so grímseyingar að koma úr eynni. Fann ég so prestinn að máli. Það varð úr, að ég varð vinnumaður hjá presti. Fékk ég nú sjálfur þetta kaup, er ég áður fékk í Lögmanns- hlíð, er var um 40 krónur. Nú var farið á stað til Grímseyjar en þó ekki fyrr en þeirra úttekt var afriðin í kaupstaðnum, sem stóð yfir ekki minna en 3 daga. Undir nóttina var nú lagt á stað og allan daginn eptir og að nótt til Grímseyjar. Strax þótti mér bygging í Grímsey mikið lakari en í landi, gat ekki heitið eins góð sem góð fjárhús í landi. Þcgar ég kom útí eyjuna, var búið að slá tvær dagstundir í 16. viku sumars, í túnum, ef tún skyldi kalla, því þetta var sú vandræða sneggja, sem engu tali tók, því áburðarlaust var og engin kýrin til, sem aukið gæti áburðinn. Við vorum sokölluð þrjú að slá tún þetta í þrjár vikur, vinnukona prests, vinnumaður hans um tvítugt, og kunni hann ekki að slá, skar alla jörðina af kunnáttuleysi. Sá þriðji var ég. Enginn rakaði meðan verið var að slá þennan jarðskafa, nema lítið eitt móðir vinnukonunnar. En þegar lokið var slættinum, þá fyrst fóru prestshjónin að raka. Öll þessi handtök voru af þeim, sem fyrir áttu að ráða, mikið lakari en í landi. Var þessi sokallaði heyskapur látinn samt í heyhlöðu. í Grímsey var í 18. viku sumars sigið í fýlungs unga, sem er mestur allra fugla í Grímsey. Sagt hefur Árni Þorkelsson, sem lengi var búinn að vera á eyjunni, að væri ekki fýlsunginn til, væri eyjan tæplega byggileg. Samt er besta fiskirí á eyju þessari, helst á sumrin og haustin í Grímsey var ég og so líka til hákalla, fengu grímseyingar langminnstan afla móti landsmönnum og fóru 54 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.