Goðasteinn - 01.06.1975, Page 65

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 65
tignasta kona að gáfum, áliti og allri gerð, sem á vegi mínum hefur orðið, og er þá mikið sagt, því margra góðra á ég að minnast. Elín Þorsteinsdóttir missti móður sína 1887 og var þá tekin í fóstur af Jóni Hjörleifssyni hreppstjóra í Eystri-Skógum og konu hans, Guðrúnu Magnúsdóttur. Heimili þeirra var í frcmstu röð að menningu og gestrisni. Minningu Eystri-Skógahjóna hélt Elín í heiðri til hinstu stundar. I skjóli þeirra varð hún með ágætum mennt til munns og handa svo sem enn má sjá í list- saumi hennar frá elliárum. Elín yfirgaf Eystri-Skóga árið 1900 og nam þá um sinn staðar í Mosfellssveit en síðan lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem hún stofnaði heimili 1901 með manni sínum, Páli Níclssyni frá Lax- holti í Borgarhreppi. Árin 1907-1909 bjuggu þau í Mosfellssveit en áttu síðan heima í Rcykjavík, þar sem Páll dó 1934. Þau hjón cignuðust 12 mannvænleg börn. Lífsreynslan hörð og óvægin kvaddi oft dyra hjá Elínu, í láti ástvina, í eyðingu heimilis í eldsvoða, í kröppum kjörum og öðru andstreymi, og árafjöldinn mjatlaði smátt og smátt úr þreki og hcilsu. Öll áföll ævinnar stóð hún af sér með festu og fágætri reisn. Elín var kona fríð sýnum, höfðinglcg álitum og skartaði miklu, silfurhvítu hári í elli. Hún var draumvitur framar flestum öðrum, og kom henni fátt á óvart. Mannblendin var hún, skemmtin og fróð í viðræðu, skörungur í gerð, heil í vináttu. Á elliárum átti hún dvöl með góðum börnum sínum og var aldrei svipt dag- legri umgengni við æsku ættarinnar.. 1 skammdeginu 1970 hcimsótti ég Elínu á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík. Hún var þá með óráði oftast og dauðinn einn virtist fyrir dyrum. Annað veifið þessa stuttu stund var þó sem sól skini úr skýjum og þá sagði gamla konan í skýrum, meitluðum orðum: ,,Ég dey ekki núna, ég lifi það að verða 90 ára, en þá er líka orðið stutt til grafarinnar." Eftir áramótin 1971 kom ég aftur til Reykjavíkur. Þá var Elín risin úr rekkju og komin til dvalar á sjúkradeild Hrafnistu. Hún fylgdi mér fram á ganginn að skilnaði. Við tókum þar sæti stundarkorn og ævidraumurinn, fyrirheit 90 æviára, var rakinn: Goðasteinn 63

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.