Goðasteinn - 01.06.1975, Page 67

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 67
Úr sendibréfum Hálfdánar Arasonar I Sævarhólar voru austasta jörð í Suðursveit og lagðist í eyði vegna Heinabergsvatna, sem þá flæddu þar yfir. Seinast bjuggu þar Jón Þorsteinsson og Steinunn Stefánsdóttir, foreldrar Guðna heitins skósmiðs og greiðasölumanns á Höfn og þeirra bræðra. Þau fóru þaðan 1892. Bæjarhús Sævarhóla voru skammt frá sjó. Eitt sinn skeði það, að kona var þar í eldhúsi, eftir að dimmt var orðið. Birtist þá allt í einu selur í eldhúsdyrunum. Konunni varð bilt við en á þó að hafa sagt: „Andi hefur hvorki hold né bein og því slæ ég þig,“ sem hún gerði, og selurinn lá dauður. Ég held að þetta hafi gerst, þegar Árni Eiríksson bjó á Sævar- hólum. II Stararsvæðurnar á Fagurhólsmýri í Öræfum minna mig á Safa- mýri í Rangárvallasýslu. Þó var ekki eins blautt í svæðunum, því hægt var að slóða heyinu upp á bakka, sem er sæmilegt þurr- land, en þar var til allt að því eins mikið gras en þá á um hné- djúpu vatni, og grasrótin seg nokkuð undan fæti. Þar var hægt fyrir einn mann að slá allt að 20-30 hestburði á dag og jafnvel meira, Slóðað var þannig, að löng kaðallykkja var sett fyrir skáraendann og fest aftan í hest og síðan dregið á þurrt. Tveir menn fylgdu skára til að passa heyið í slóðanum, og einn teymdi hestinn. Mig minnir að allt að 3 baggar væru mest í hverjum skára og var þá þungt fyrir hestinn, svo hann blés af mæði. Goðasteinn 65

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.