Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 72
rakin hér. Hann var mikiihæfur maður á marga lund, fjárafla-
maður mikill, enda gerðist hann auðmaður. Hann fékk orð fyrir
að vera nokkuð harður í viðskiptum og af mörgum álitinn ágeng-
ur. Höfðingi gat hann verið heim að sækja í Hraungerði og bjó
þar ríkmannlega. svo að útlendingar, sem þangað komu til hans,
rómuðu viðtökurnar og góðan húsbúnað á prestssetrinu. En ekki
var hann að sama skapi vinsæll af alþýðu manna. Af því eru
sögur sem ekki verða raktar hér. Meðan Sigurður var prestur í
Hraungerði og eftir að hann lét af prestsskap sótti hann lengi
mjög eftir því að kaupa hinn svonefnda spítalafisk í nær öllum
verstöðvum austanfjalls. Spítalafiskurinn var eftir fyrirskipun
sýslumanna boðinn upp í verstöðvunum, vanalega eftir lokin
(11. maí). Síðan stóðu sýslumenn skil á andvirðinu til biskups,
cn það rann í Spítalasjóðinn, er var í vörslu biskups. Þessi háttur
hélst lengi eftir að hinir gömlu spítalar voru lagðir niður t. d.
Kaldaðarnesspítali. Mun svo hafa haldist, uns spítalasjóðurinn
var lagður til læknasjóðs.ins og spítalafiskurinn var ekki lcngur
krafinn af sjómönnum.
Sigurður prestur Thorarensen reið löngum á uppboðin, þegar
spítalafiskurinn var seldur, og var oftast hæstbjóðandi í hverri
verstöð. Seldi hann fiskinn svo aftur, oft með góðum hagnaði.
Hafði hann oft menn fyrir sig að bjóða í fiskinn, því að ekki
komst hann sjálfur á öll uppboðin. Annað eftirfarandi bréfið
varpar nokkru ljósi á þessi fiskikaup Sigurðar prests, en það er
ritað til biskupsins Helga Thordersen.
H.itt bréfið er til sýslumannsins í Árnessýslu, Þórðar Guð-
mundssonar kammerráðs á Hjálmholti. Það bréf er einskonar
aldarspegill. Kirkjurnar eru þá oftast vel sóttar hvern helgan dag
af mannfólkinu en því fylgdu jafnan hinir dyggu förunautar,
hundarnir af heimilunum og tóku stundum óbeinan þátt í guðs-
þjónustugjörðinni með gelti og spangóli við klukknahringingarnar
bæði fyrir og eftir embætti. Var það hvumleitt mörgum sóma-
kærum manni og þá ekki síst sjálfum prestunum. Yfir þessu kvartar
Sigurður prestur og heitir á yfirvaldið, Þórð kammeráð, að af-
stýra þessum ósið. En hætt er við, að ástandið hafi lítið batnað
við áminningabréf prests. Heimilishundarnir vildu löngum fylgja
70
Goðasteinn