Goðasteinn - 01.06.1975, Side 78

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 78
mcð tveimur járnkrókum og hólki á öðrum enda og spurði um not. Guðni kvað þetta ofan af vatnastöng og hafði hann sjálfur smíðað. Gripurinn hafnaði í Skógasafni. Málmbúnað vatnastangar fékk ég hjá Guðmundi Jónssyni bónda á Ægisíðu i Holtum, smíði annars þjóðhaga, Sigurþórs Ölafssonar á Gaddstöðum á Rangárvöllum. Varð mér síðan að ráði að smíða tréverk vatnastangar að fyrirsögn Guðmundar og búa broddfærum, krókum og hring Sigurþórs. Vita svo allir, hvað vatnastöng er, scm líta gripinn í Skógasafni. Helgi Erlendsson bóndi á Hlíðarenda í Fljótshlíð átti endann ofan af vatnastöng Jóns söðlasmiðs í Hlíðarendakoti. Krókurinn cr aðcins einn, blaðlaga. Hann er nú í safninu í Skógum (2495). Með Minjasafni Haralds Ólafssonar bankaritara í Reykjavík eignaðist safnið síðan broddfærin af stöng Jóns söðla og mætti stöngin að vísu rísa upp af þeim efnum en eigi síður sóma grip- irnir sér vel hvor í sínu lagi. Frá vatnastöng hverf ég aftur að fjallastöng og notum hennar. Verður þá fyrst fyrir að geta þess, að fjallastangir voru misjafn- lega langar, allt frá þremur álnum upp í sex álnir. Notagildi fjalla- stangar var mjög tengt lengd hennar. Faðir minn átti sér fjalla- stöng fjögurra álna langa. Húnann á hana hafði tálgað Eyjólfur Halldórsson trésmiður í Hvoltungu og var búið um vel. Sagnir um fjallstangir upp í sex álna langar hef ég frá mýrdælingum. Nafnið sjálft, fjallastöng, tengir hana við smölun í fjalllendi, en ekki var það þó kvíasmalinn, sem notaði hana, hann lét sér nægja smalastafinn eða smalaprikið. Fjallmennirnir, sem fóru á fjall (afréttinn) að hausti, höfðu æfinlega með sér fjallastangir. Sama máli gegndi að mestu um smölun í heiðalöndum, ekki síst í seinni söfnum að hausti. í fjalli neyttu smalar oft stangarinnar, er þeir þurftu að fara niður af bekk eða brík, beittu henni niður fyrir sig og renndu sér á henni niður fyrir bekkinn. Ekki var hún síður þarfaþing er hlau.pið var í skriðum. Önnur algeng not af stöng í fjalli eða heiði voru að hafa stuðning af henni við að fara upp klettabríkur. Stöngin veitti viðnám neðan við bríkina, og smalinn gekk upp 76 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.