Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 80
arleingdir, með því sem maður leggur til með hæð sinn.i, með
öðrum orðum tólf álnir á sex álna staung". (Ó.D. íslenskar
skemmtanir, Khöfn 1882-92, bls. 371).
Byggðasafnið í Skógum á nokkrar fjallastangir en þó enga, er
í öllu svari kröfum gamla tímans varðandi fyllstu lengd, og engin
þcirra er með húna. Einn lausan húna á safnið frá Sæmundi Jóns-
syni í Sólheimahjáleigu. Veglegar fjallastangir hittast cnn í not-
kun á starfssvæði safnsins. Mesta fjallastöng byggðasafnsins, frá
Suður-Vík í Mýrdal, er hálf fimmta alin á lengd. Sérstök gerð af
göngustaf fjármanna, klofakerling er utan við svið þessa þáttar.
Atgcirsstafir samsvöruðu í mörgu fjallastöngum. Þeir héldust
lcngst á Vestfjörðum, en sagnir um þá eru úr fleiri landshlutum,
m.a. úr Mýrdal. Einkunn þeirra er broddurinn með þverjárni,
sem endar annarsvegar í öxi en hinsvegar í króki. Hefur hann
sterkan svip af því vopni miðalda, sem nefndist atgeir eða arn-
gcir. Stafbroddurinn gegndi þríþættu hlutverki, broddurinn sjájfur
gekk niður í hjarn og ísa á göngu, með öxinni hjuggu menn spor í
brattar fannir, og krókurinn veitti viðnám, er mcnn létu sig renna
niður brattar fannir. Byggðasafnið í Skógum á brodd eða atgeir
úr atgeirsstaf, kominn að gjöf frá kunningja mínum, Kristjáni
Guðmundssyni frá Otradal, og ber að líta á hann sem fulltrúa
vestfirðinga á safninu. Lengd broddsins er nú 31,5 sm, bilið milli
axarmunns og króks 16,3 sm.
Stangir allra gerða voru hið besta hjálpartæki þeirra, sem fóru
um ótrygga ísa og miðuðu þykkt þeirra m.a. við það hve greitt
stangarbroddurinn gekk niður úr ísnum. Einhöggur is var varhuga-
vcrður.
Arnlaug Tómasdóttir í Vallnatúni (f. 1860) sagði mér frá kirkju-
göngustöfum sem almennri cign kvenna í hennar ungdæmi. Hún
hafði átt staf langömmu sinnar, Þuríðar Sighvatsdóttur á Ysta-
skála, scm var með fallega renndum hvalbcinshún á. Hans sér nú
engan stað. Minjar frá einum slíkum staf sá ég í æsku koma upp
úr bæjarhólnum í Vallnatúni. Var það vel skorinn tréhúnn en orð-
inn feyskinn mjög. Eftir honum smíðaði ég annan úr bcini og setti
við staf. Síðar heyjaði ég mér fróðleik um kirkjugöngustafi kvenna
hjá mörgum, m. a. Kolbeini frá Úlfljótsvatni, sem gaf mér einn
78
Goðasteinn