Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 84

Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 84
högga mill.i, því að þegar á næsta ári var með konungsbréfi lagður niður biskupsstóll og skóli á Hólum í Hjaltadal og ákveðið að framvegis skyldi aðeins vera einn biskupsstóli og einn latínuskóli í Reykjavík fyrir allt landið. Er Alþingi var lagt niður, hafði það staðið í 870 ár, Skálholts- stóll í 729 ár og Hólastóll í 695 ár. Það segir sig sjálft að afnám þessara fornu stofnana, sem höfðu verið um aldir svo snar þáttur í öllu þjóðl/fi íslendinga, hlaut að vera gífurlegt áfall. Má raunar segja að með slíkum aðgerðum væri verið að þurrka út sérstakt þjóðlíf og menningu í landinu, svo að þar stæði vart eftir steinn yfir steini. En tilveru íslenskrar þjóðar var samt ekki lokið, þótt fornar stofnanir féllu og hvers kyns náttúruhamfarir og harðrétti dyndu yfir landsmenn. Mitt í rústum eymdar, ánauðar og umkomuleysis leyndust frækorn, er síðar báru blóm. Svo vildi til að árið, sem Norðlendingar voru sviptir biskupsstóli sínum og skóla á Hólum, fæddist sveinbarn norður í Fljótum, er átti eftir að koma við sögu og vísa þjóð sinni veg til manndóms, þroska og framfara. Þessi sveinn var Baldvin Einarsson, lögfræðingur, sem í fyllingu tímans gerðist forystumaður íslenskrar endurreisnar á 19. öld og fékk furðumiklu áorkað, þótt hann lifði aðeins skamma ævi. Baldvin Einarsson var fæddur í Fljótum í Skagafjarðarsýslu hinn 2. ágúst 1801. Foreldrar hans voru Einar Guðmundsson á Hraunum og Guðrún Pétursdóttir, ættuð úr Svarfaðardal. Var Einar ágætur búhöldur og gegndi einnig ýmsum opinberum störf- um. Meðal annars var hann hreppstjóri og umboðsmaður jarða Reynistaðarklausturs. Dannebrogsmaður varð hann 1841. Baldvin var elstur sona hjónanna á Hraunum. Þótti hann þegar í æsku efnilegur og framar jafnöldrum sínum um marga hluti. Snemma var hann hneigður fyrir bóklestur og las mikið um fermingaraldur, hvenær sem tómstundir gáfust til. Sagt var að jafnan hefði hann haft bók um hönd, er hann neytti matar síns. Af eigin ramleik komst hann snemma niður í reikningi og skrifaði ágætlega. Einnig lærði hann að lesa dönsku tilsagnarlaust. Snemma var hann mann- blendinn og framgjarn nokkuð og setti sig ekki úr færi með að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Hann var fjörmaður hinn mesti, 82 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.