Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 88

Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 88
grein um málið. Grein þessa skrifaði hann fyrst á dönsku, en síðar kom hún á íslensku í Ármanni á Alþingi. Hann leiddi ljós rök að því að íslendingar gætu lítt notið sín á dönsku þingi sakir þess hve staðhættir væru ólíkir í löndunum. Einnig mundu íslenskir fulltrúar eiga erfitt með að tjá sig um þarfir þjóðar sinnar á framandi máli, sem þcim væri ekki tamt að nota. Átti hann þar einkum við bændurna, sem voru raunar eina stéttin í landinu, og án þátttöku þeirra væri ekki hægt að fá sanna mynd af íslensku þjóðfélagi. Hann lagði því eindregið til að stofnað yrði sérstakt þing á íslandi og að það yrði haldið á Þingvöllum. Fulltrúar á þessu þingi skyldu vera 30 að tölu og kosningaréttur bundinn við nokkur efni eða háskólapróf. Átti þing þetta svo sem þingin í Danmörk aðeins að vera ráðgefandi og konungi til aðstoðar við stjórn landsins. Þessari grcin Baldvins var allvel tekið í Danmörku og naut málflutningur hans nokkurs skilnings og samúðar margra mætra manna þar í landi. Ekki var þó farið eftir tillögum hans í þessu efni, því að um síðir var það konungur sjálfur, sem tilnefndi þrjá íslenska fulltrúa til að sitja á þingi Eydana, er það tók til starfaa. En svo mikils álits naut Baldvin að upp frá þessu fékk hann nokkurn styrk úr konungssjóði til útgáfu tímarits síns. Ármann á Alþingi vakti að vonum mikla athygli hér heima Þótti hann hressilega skrifaður og nokkuð gustmikill. Þeir sem efla vildu frelsi og framfarir í landinu, studdu ritið af alhug og fögnuðu því en kyrrstöðumenn voru því andsnúnir og töldu óvið- eigandi að próflaust embættismannsefni þættist þess umkomið að gefa landstjórninni og þjóðinni ráð og ábendingar. En miklu stærri mun þó sá hópur hafa verið, er fagnaði tilkomu Ármanns á Alþingi og studdi stefnu Baldvins um að efla manndóm og framfarir í landinu. Tímarit hans bætti líka úr brýnni þörf, því að Klausturpóstur Magnúsar Stephensens hafði hætt að koma út árið 1826, og tímaritið Skírnir, sem hóf göngu sína 1827 og birti aðallega erlend fréttayf.irlit, fullnægði ekki nema að litlu leyti þörf landsmanna fyrir þjóðlegt rit, er fjallaði á alþýðlegan hátt um innlent efni og raunverulegar þarfir þjóðarinnar. Einnig var rit Baldvins skrifað á hressilegu og snjöllu máli og tók þar fram Klausturpóstinum og ýmsu öðru, sem fólk las um þessar mundir. 86 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.