Goðasteinn - 01.06.1975, Side 91

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 91
]ón R. Hjálmarsson: Nýtt sæluhús við Fimmvörðuháls Fjallvegurinn frá Skógum undir Eyjafjöllum norður yfir Fimm- vörðuháls og niður í Þórsmörk er næsta hrikalegur og ekki á allra færi. En það jók mjög á öryggi ferðamanna á þessari leið, þegar félagið Fjallamenn undir forystu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal reisti myndarlegt sæluhús á suðurbrún háfjallsins árið 1940. FIús þetta var talsvert mikið notað um áratugaskeið og reyndist vel í alla staði. En sakir þess, hversu hátt það stendur og áveðurs, hcfur það mjög látið ásjá á síðustu árum og er nú orðið afar hrörlegt. Flugbjörgunarsveitin í Austur-Eyjafjallahreppi hefur alltaf sýnt mikinn áhuga á öryggismálum ferðamanna á þessum slóðum. Hún beitti sér fyrir lagningu bílvegar inn Skógaheiði upp úr 1960 og hefur einnig stikað leiðina norður yfir hálsinn. Þá hjuggu nokk- rir félagar úr björgunarsveitinni einstigi niður móbergsgil eitt rétt fyrir vestan Heljarkamb á Goðalandi, svo að þar með varð allvel hestfært u.m þessa leið yfir í Þórsmörk. En mesta afrek Flugbjörgunarsveitarinnar á þessum vettvangi var þó að smíða nýtt sæluhús síðsumars árið 1974 í stað gamla skálans, er varla hélt orðið vatni og vindi. Nýi skálinn er r.ishús, um 42 flatarmetrar að grunnmáli og með rúmgóðu svefnlofti. Honum var valinn staður á melhrygg einum innst í svo nefndum Landnorðurstungum skammt fyrir sunnan gamla húsið og allmiklu neðar. Stendur nýja húsið í um það bil 900 metra hæð yfir sjó, en það gamla er í meira en 1000 metra hæð. í þessu nýja húsi er eidunaraðstaða, borð og bekkir og allmikið af rúmdýnum, svo Goðasteinn 89

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.