Goðasteinn - 01.06.1975, Side 94
Arndís Eiríksdóttir, Fosshólum:
Yfir okkur er vakað
Harðindavorið 1882 fluttist unglingsstúlka í uppsveitum Rang-
árvallasýslu burt úr foreldrahúsum í annað hérað. Hún hitti f)rrir
mjög gott fólk á heimilinu, sem hún vistaðist á, en hafði aldrei
fyrr farið frá foreldrum sínum og systkinum til langdvalar, og
nú grcip hana svo mikið óyndi, að hún sá ekki glaðan dag. Gekk
svo nokkrar vikur.
Bar þá svo til, að stúlkan var send í slagveðursrigningu til að
leita að kvíánum. Enn var hún angurbitin og að vonum blaut og
hrakin. í leið hennar var nokkuð stór steinn. Út undan honum
sá hún hvítt pappírsblað. Hún tók það upp og sá sér til furðu,
að það var þurrt. Á blaðið var skrifað bænavers, sem stúlkan
hafði aldrei heyrt, og cngan hitti hún, sem kannaðist við að hafa
heyrt það eða séð.
Móðir mín, Sigríður Höskuldsdóttir, kenndi mér versið ásamt
öðrum bænum, sem hún lét mig lesa hvert kvöld, áður en ég fór
að sofa. Það er á þessa leið:
Góðgjarni faðir, gefðu mér
að geti ég svo lifað hér
æ fyrir augsjón þinni,
að nær sem endar ævitíð
og unnið hcf ég þetta stríð,
frjáls af armæðu minni,
að mætti ég komast þá til þín,
þar sem útvaldra flokkur skín
og þú munt tár af þerra,
þig síðan lofar þrenning blíð
þar um eilífa lífsins tíð.
Amen, bænheyr mig, Herra.
Nú brá svo við, að stúlkunni hvarf allt óyndi, því henni fannst,
að gjafarinn allra góðra hluta hefði sent sér versið til styrktar í
þungum raunum. Þess má einnig geta, að stúlkan ílengdist í
þessari ókunnu sveit og lifði þar glöð og ánægð öll sín bestu ár.
92
Goðasteinn