Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 94

Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 94
Arndís Eiríksdóttir, Fosshólum: Yfir okkur er vakað Harðindavorið 1882 fluttist unglingsstúlka í uppsveitum Rang- árvallasýslu burt úr foreldrahúsum í annað hérað. Hún hitti f)rrir mjög gott fólk á heimilinu, sem hún vistaðist á, en hafði aldrei fyrr farið frá foreldrum sínum og systkinum til langdvalar, og nú grcip hana svo mikið óyndi, að hún sá ekki glaðan dag. Gekk svo nokkrar vikur. Bar þá svo til, að stúlkan var send í slagveðursrigningu til að leita að kvíánum. Enn var hún angurbitin og að vonum blaut og hrakin. í leið hennar var nokkuð stór steinn. Út undan honum sá hún hvítt pappírsblað. Hún tók það upp og sá sér til furðu, að það var þurrt. Á blaðið var skrifað bænavers, sem stúlkan hafði aldrei heyrt, og cngan hitti hún, sem kannaðist við að hafa heyrt það eða séð. Móðir mín, Sigríður Höskuldsdóttir, kenndi mér versið ásamt öðrum bænum, sem hún lét mig lesa hvert kvöld, áður en ég fór að sofa. Það er á þessa leið: Góðgjarni faðir, gefðu mér að geti ég svo lifað hér æ fyrir augsjón þinni, að nær sem endar ævitíð og unnið hcf ég þetta stríð, frjáls af armæðu minni, að mætti ég komast þá til þín, þar sem útvaldra flokkur skín og þú munt tár af þerra, þig síðan lofar þrenning blíð þar um eilífa lífsins tíð. Amen, bænheyr mig, Herra. Nú brá svo við, að stúlkunni hvarf allt óyndi, því henni fannst, að gjafarinn allra góðra hluta hefði sent sér versið til styrktar í þungum raunum. Þess má einnig geta, að stúlkan ílengdist í þessari ókunnu sveit og lifði þar glöð og ánægð öll sín bestu ár. 92 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.