Goðasteinn - 01.06.1975, Page 95

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 95
Ólafur Ormssnn: Hugsað til horfinna stunda „Inn milli fjallanna, hér á ég heima, hér liggja smaladrengsins léttu spor.“ Mikið finnst mér þetta litla, hugnæma ljóð túlka vel tilfinning- ar okkar, sem komin eru á gamals aldur og höfum verið svo hepp- in að lifa „æskunnar indæla vor” í faðmi íslcnskra fjalla en orðið svo að hverfa fyrir rás viðburðanna til annarra staða. Vafalaust hefur cngin kynslóð, sem vaxið hefur upp á Islandi, lifað slíka breytingatíma og sú, sem fædd er á síðustu tugum 19. aldar og i byrjun þessarar. Verkmenning öll var þá svo til að mestu óbreytt frá því, sem hún hafði verið um aldir, erfiðleikar miklir og fátækt almenn. Þó var nú heldur að bjarma af nýjum degi til framfara á ýmsum sviðum. Þjóðin var bjartsýn, og skáldin kváðu kjark i hana með sínum ágætu ljóðuin, sem hvert barn lærði og allir sungu við flest tækifæri, er komið var saman. Já, víst voru erfiðleikar margir, en þjóðin neytti allrar orku til að sigrast á þeim og þroskaðist við hvern unninn sigur. Öneitan- lega hefur flest brevst til batnaðar, þótt einnig hafi ýmislegt tap- ast í þessu umróti, sem cnn hefði mátt lifa. Nú skemmtum við okkur í ellinni við að gjöra samanburð í huganum á því, sem var, og hinu, sem er í dag. Þegar ég nú á því Herrans ári 1971, nánar tiltekið 26. júní, þeysi eftir rennsléttum veginum austur Markarfljótsaura á leið Goðasteum 93

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.