Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 96

Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 96
til Þórsmerkur á hinu fullkomna og flestum tiltæka farartæki nú- tímans, bílnum, í góðra vina hópi, hverf ég um stund á vit minn- inganna til ársins 1911 í annarri viku þorra, er ég þrammaði í fyrsta sinn hér eftir aurunum, ásamt 6 öðrum, á leið til Suður- ncsja. Þá var stórrigning á landsunnan. Nauðsynjar okkar bárum við á herðunum, óðum hverja vatnssprænu, sem væð var, en vorum ferjaðir yfir aðrar. Eigi voru nema tvær ár brúaðar á leið okkar, þær Þjórsá og Ölvesá, og ef til vill tveir eða þrír lækir, cr vestur kom í sveitirnar. Við héldum þá til ferjustaðar á Þverá uppi í Fljótshlíð, og var það lykkja á leið miðað við þráðbeinar hraðlínur, sem nú er skotist eftir, en þátíðarmenn töldu ekki eftir sér sporin fyrir keld- una. Ofsahraði og hávaði nútímans var fjarlægur okkur. Þvílík breyting á stuttum tíma! Undrastuttur finnst mér hann, er ég lít til baka. En hvað er ég að rifja upp í dag svona hversdagslegan viðburð frá árinu 1911? Þessi ferð var ekkcrt sögulegri en margar slíkar, er farnar voru á þeim tíma, fyrr og síðar. Önnur ferð er mér ofar í huga. Hún var farin sumarið 1839 einmitt um sömu slóðir og ég ek nú í dag. Að sjálfsögðu var ég þar ekki þátttakandi, þótt gam- all sé, en sagan lifði að vonurn í minningu hennar, sem ferðina fór. Ég ætla að reyna að glevma stað og stund dagsins í dag og horfa um augnablik á mynd þessa löngu liðna tíma. Hér kemur þá á móti mér ung kona á farartæki síns tíma, hest- inum. Hcnni er sýnilega mikið í hug, hún hvetur hestinn, sem mest hún má, og lítur hvorki til hægri eða vinstri, því dagurinn verður að endast vel. Hver er þessi unga kona? Jú, ég kannast við hana. Hér fer Vilborg Stígsdóttir frá Staðarholti í Meðallandi, föðurmóðir mín, þá 26 ára gömul, og má láta sér detta í hug, að eigi mundi hún fara erindisleysu heiman um háannatímann. Þá voru enn eigi lögboðin sumarfrí. Ég mun nú skýra nánar frá tildrögum að ferð ömmu. Þetta ár, 1839, er Vilborg heitbundin manni þeim, er Jón hét Gissurarson. Voru foreldrar hans Gissur Jónsson og Sigríður Bjarnadóttir bú- cndur í Efriey. Gissur dó 2. febrúar þetta ár. Var Jón elstur barna þeirra og nú fyrirvinna móður sinnar. Þetta surnar fór hann með 94 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.