Goðasteinn - 01.06.1975, Page 98
vol'u til brúðkaups. Hið mikla vald vígði hann til moldar í stað
brúðar. Gcta má nærri um hverju sári amma var særð. Fimm árum
áður hafði hún orðið að sjá á bak heitbundnum æskuvini sínum,
miklum efnismanni, er Magnús hét Ásgrímsson, hann þá 20 ára en
hún 21 árs. Dauða hans bar sviplega að. Hann var hringjari í
Langholtskirkju. í messu hinn 17. ágúst 1834 gegndi Magnús
starfi sínu, og bar ekki til tíðinda þar til hringja skyldi til messu-
loka. Komst Magnús þá aðeins upp í neðstu stigaþrep. Þar hneig
hann niður og var örcndur, er að var komið.
Um þessi sár greri áreiðanlega aldrei, sem að líkum lætur.
Amma átt.i síðar eftir að líða mörg og stór áföll. Allt bar hún
það með einstakri þolinmæði og jafnaðargeði, byggt á óbifanlegri
guðstrú og trausti. Hún átti góða elli í skjóli foreldra okkar,
elskuð og virt af öllum, hélt máli og minni til síðustu stunda,
sjóndöpur síðustu ár en aldrei. alblind. Hún andaðist í svefni
aðfaranótt 23. febr. 1912 og vantaði þá 2 mánuði á 99 ár.
Ein vísa
Seðill þessi flytjist frí
fram um veldið klaka,
má honum krækja mundir í
mærin æru spaka,
er blóma og sóma ber,
nift.in klæða mjög ágæt,
Marín Jónsdótter.
Haflar vessa hlökkin mæt
á höfði fleytir sér.
Eftir austfirsku handriti frá 1849.
96
Godasteinn