Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 104

Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 104
madur geymdi lukkupening sinn í péturspungi, egghylki skötunnar og sama tilgangi þjónaði fuglsklóarbudda. Austur á Brekku í Lóni sá ég arnarklóarbuddu, sem Elín Ólafs- dóttir frá Hnausum í Meðallandi gaf frænda sínum, S.ighvati Davíðs- syni- í henni var varðveittur enskur gullpeningur og átti þetta að styðja að peningaheill eigandans. Gæsaklóarbudda var gædd sama mætti og sumarið 1977 bar þann fágæta grip á fjöru byggðasafnsins. Le.ið mín lá að Langholti í Meðallandi og húsfreyjan þar, Margrét Einarsdóttir, afhenti mér gæsaklóarbudduna, sem Valgerður Ólafs- dóttir frá Steinsmýri gerði um 1870. Þetta er fuglsfittin öll, upp að leggnum og gerður úr belgur eða pyngja. Klærnar eru á sínum stað og opið vel bryddað með lérefti. Fuglsklóarbudda stýrði því aðeins peningaheill að hún væri aldrei tóm. Fengsæll maður er nefndur aflakló. Jón Eyjólfsson í Moldnúpi undir Eyjafjöllum sagði mér frá þeirri aflakló, sem orðið ætti að vera dregið af. Sigurður Sigurðsson, seinna auknefndur hinn ríki, bóndi á Rauðafelli undir Eyjafjöllum (d. 1832), lamaði hegra með skoti. Síðan nam hann — eða annar í stað hans - lappirnar af fugl- inum lifandi og sleppti svo. Það var ógæfuverk, en lappirnar gerðu hvern þann, er þær hafð.i undir höndum, auðugan. Önnur dró undir sig afla til lands en hin til sjávar. Fiskimaður hafði hana í skó sín- um, og hún stakk hann í fótinn, þar sem fiskur var undir. Sigurður gaf Magnúsi bróður sínum, síðar bónda á Leirum, sjávarklóna. Hann gerðist auðugur af fiskifangi og nefndist hinn ríki eins og bróðir hans. Dóttursonur Magnúsar á Leirum var Þorvaldur Bjarnarson á Þor- valdseyri (1833-1922). Hann hófst frá fátækt til mikilla auðæfa og „hrapaði af hátindi auðæfanna niður á jafnsléttu öreigans“ eins og séra Jakob Ó. Lárusson í Holti sagði yfir moldum hans. Þjóðtrúnni varð ekki skotaskuld úr því að skýra þetta. Hún sagði fullum fet- um að Þorvaldur hefði eignast aflaklær- Lét hann Gísla nokkurn Gíslason skilja þær frá fugli og missti svo af auðnuleysinu en hreppti auðsældina, og hún skiíd.t ekki við hann, fyrr en Einar Benediktsson komst í spilið. Einar frétti af aflaklónum og sat sig ekki úr færi með að spyrja Þorvald um þær. Þorvaldur sá ekki við valdsmanninum og fékk honum klærnar í hendur til skoðunar. Þá glataði Þorvaldur 102 Goðasteirm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.