Goðasteinn - 01.06.1977, Page 107
Hrafntinna var sett í kvíavegg eða grafin niður í kvíadyr svo ekki
flygi undir ærnar. Brennisteinsmoli gerði sama gagn. f Suður-Þing-
eyjarsýslu hittist sú trú að móðir, sem hefði hrafntinnu í rúmi sínu,
myndi ekki lifa börnin sín.
Um suma hluti er það að segja að óljós eru mörkin milli veruleika
og trúar- Svo er t. d. um hvalkvörn, sem niðursorfin var höfð til
þess að lækna þvagstemmu í mönnum og til að setja í vatnið, sem
nýbæru.num var gefið fjósstadið að drekka.
Hreðjasteinar eða baggalútar voru miklir náttúrustcinar í trú
fyrri tíma. Séð hef ég rauðan baggalút, sem er eins og þrír sam-
settir dropar. Var hann nefndur lausnarsteinn og var í eigu ljós-
mæðra, sem höfðu hann í miklum metum sökum máttar til að leysa
móður frá burði. Algengasti lausanarsteinninn var þó fræhnetin
ameríska, sem stundum rekur á fjörur. Að margra hyggju skyldu
lausnarsteinar fara tveir saman, annar karlkyns, hinn kvenkyns og
er sá ögn smærri og með öðru litarafti. Lausnarsteinar voru lagðir
á brjóst sængurkvenna eða undir kodda þeirra. Kúm var gefið að
drekka lausnarsteinsvatn um burð, einkum ef þeim gekk illa að
hildgast. Annað ráð var að nudda lausnarsteininum í kross um
malirnar á kúnni.
Trú á lausnarsteina er mjög forn. Lausnarsteina rekur af hafi í
Noregi og á vesturströnd Jótlands og voru þar sama mætti gæddir
að trú alþýðu. Orðið forlesningsstein er fræhnotin nefnd sumsstaðar
í Vestur-Noregi.
Þriðja gerð lausnarsteins er svo aggarsteinn eða agatsteinn, sund-
léttur, móleitur stcinn , sem á kviknar ljós ef að er borinn eldur. f
æsku fann ég slíkan stein við vorverk heima á túni og uppgötvaði að
hann gat verið ljósgjafi en var óvitandi um 9 náttúrur hans, þar til
ég hitti Þórunni Jónsdóttur ljósmóður í Ey í Landeyjum, sem átti
slíkan stein og hafði í metum. Þá hafði ég gefið minn burtu á stofn-
un, sem virti hann minna en ég og nú er hann horfinn. Ein af
mörgum náttúrum þessa steins er sú að maður, sem ber hann á sér,
drukknar ekki í vatni. Það sagði mér Geirlaug hin fróða, Filippus-
dóttir úr Fljótsrverfi.
Ekki er ýkja langt sxðan barnstúttur komust í tísku á íslandi.
Fjölmargir íslendingar um og ofan við miðjan aldur hafa sogið
Goðasteinn
105