Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 108

Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 108
túttur smíðaðar úr hrútshorni, en á síðustu öld gegndi barnspípan hlutverki túttunnar. Pípan var fengin úr fuglsvæng. Um efri enda hennar var vafið píputrafinu en neðri endinn látinn hvíla niðri í aski eða nóa og svo sat móðirin með barn sitt og lét það sjúga mjólkina upp um pípuna- Sama pípa gat í viðlögum verið höfð til þess að næra langt leitt fólk á sóttarsæng. Guðrún Markúsdóttir frá Bakkakoti í Meðalland.i (1873-1965) gaf byggðasafninu í Skógum barnspípu, sem fylgt hafði henni um langa ævi. Er hún svo sem vera ber úr álftarvæng. Hef ég fyrir því góðar heimildir úr Meðal- landiað þar var talið máli skipta að barnspípan væri úr álftarvæng, því álftin syngur fegurst fugla og barnið skyldi fá fagra rödd. Vel var að því gætt að taka ekki barnspípuna úr súluvæng, en súluhræ rak stundum á fjörur. Sú var trú gamalla manna að súlan væri mál- laus. Helga Sigurðardóttir í Stóru-Borg undir Eyjafjöllum (f. 1887) sagði mér að fyrr hefðu sveinbörn verið nærð með þeim hætti í fyrsta sinn að barnspípunni var stungið gegnum gatið á eyrugga- beini úr fiski. Skyldu þau þá verða sjóhraust, er þau risu á legg. Rökin fyrir þessu liggja í helgi eyruggabeinsins, sem um eru gamlar sagnir. Eyruggabeinið nefndist sumsstaðar blóðstemmubein og eitt ráðið við hrossasótt var að hnýta eyruggabein í ennistopp hests, sem var hrjáður af henni. Lukkustein lét mér í té mætiskonan Guðrún Halldórsdóttir frá Sandhólaferju (f. 1886) en henni gaf gömul kona á Ferju, Ólöf barnabarn séra Þórhalla Magnússonar. Ber hann safnnúmer 2355. Ólöf varðveitti steininn í svonefndum lukkubelg, sem stöku sinnum fannst í líknarbelgi í kýrhildum. Kuflinn var ómóta stór og manns- fingur. Hann er nú glataður. Steinninn er örsmár, glær og egglaga og kvað vera fundinn á Landeyjasandi. Steinninn og belgurinn til samans áttu að veita manni hamingju. I æsku heyrði ég talað um skruggustein og Sveinn Tómasson í Vallnatúni (1856-1931) sýndi mér skruggustein, sem var raunar vatnsnúinn, gljúpur hraunmoli, rauður að lit og flaut í vatni. Skruggustein hef ég síðar fundið í gömlu húsi- Það var gömul trú að skruggusteinninn smygi þar í jörð, sem eldingu sló niður. Hann átti að koma þar upp að 300 árum liðnum og var þá óskasteinn 106 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.