Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 9
SVONA SPÁ ÞAUFYRIR ÁRINU
7
Farrah Fawcett Majors kemst loks
að raun um, að hún hefur ekki leik-
hæfíleika. Hún gerist einræn og
neitar að hafa samskipti við annað
fólk.
Carter forseti verður óhemju vin-
sæll af að lækka skatta og draga úr at-
vinnuleysi, og fer í margaropinberar
heimsóknir til annarra landa, þar á
meðal Kúbu.
Henry og Nacny Kissinger eignast
son. Afskipti Kissingers af sjónvarps-
málum enda með ósköpum.
Idi Amin verður myrtur fyrir árs-
lok.
Samviskulausir hryðjuverkamenn
munu beita stórborg fáheyrðum
þvingunum í krafti kjarnavopns. er
þeir hafa með höndum.
★
í megrunarnámskeiði, sem ég stjórna, var ég að láta eina frúna hafa
viðurkenningu fyrir árangur 16 vikna og óska henni til hamingju með
að hafa lést um 11 kíló. Svo spurði ég hana hvort hún væri farin að
nota minni föt. Hún var fljót til svars: ,,Nei, en fötin mín eru ekki
lenguróþægileg.” June Stahl
Eftir mikið snjóveður kom lítil stúlka í skólann með miða frá foreldr-
um sínum. Á miðanum stóð þetta: ,,Okkur fannst ekki rétt að enda
Jennifer í skólann í gær, þar sem snjórinn er svo djúpur en Jennifer
svostutt.” D.L.
Við hádegisverðarboð í New York City var farið að tala um glæpi.
Gérard Gaussen, franski yfírkonsúllinn í New York, sagði þá þessa
sögu.
Á hverjum morgni fer hann snemma upp og skokkar 1 Central
Park. Einn morguninn hljóp maður á hann og síðan burtu. Gaussen
grunaði margt og þreifaði eftir veskinu sínu í brjóstvasanum á æf-
ingagallanum, og fann að vasinn var tómur. Hann sneri við eftir
manninum, sem herti á sér til muna þegar hann sáað honum var veitt
eftirför. En Gaussen var sprettharðari, náði manninum, þreif heljar-
taki í öxl hans og másaði skipandi: ,,Veskið!” Maðurinn rétti honum
veskið 1 flýti og hljóp svo eins og byssubrenndur, þegar Gaussen
sleppti honum.
Þegar Gaussen kom heim aftur, var veskið hans það fyrsta sem
hann sá. Hann hafði skilið það eftir á skrifborðinu sínu.
Or Forbes Magazine