Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 84
82
URVAL
em á kjöl með upphafsstöfum Pag-
erie-Bonaparte eða skjaldarmerki
keisarans, niður í Hkan af óbelísku úr
graníti á grænum marmarafæti. Sam-
kvæmt lýsingu Boureinne var Napó-
leon vanur að vinna við borð eins og
það, sem þarna er núna. Þar sat hann
og raulaði — falskt, ef hann var
gramur — rólaði sér háskalega afturá-
bak í svarta leðurstólnum, og átti svo
til að ráðast á armana með penna-
hnífnum og reka hann í þá hvað eftir
annað af mesta ofsa. Þegar hann ein-
beitti sér, var hann vís með að spretta
á fætur og æða um gólfið. Þegar heitt
var á daginn, lét hann bera skrifpúlt
út á trésvalirnar og sat þar undir sól-
tjaldinu og horfði á flæmingjana.
Það eru líka minningar í garðinum.
Jósefína var mikið fyrir gróður, og
samkvæmt beiðni hennar tóku
leiðangrar til framandi landa með sér
til baka margar fágætar jurtir —
engisprettutré, sýprus og liroden-
dronx frá Ameríku, japönsk pagóðu-
tré frá austurlöndum, sedrusvið frá
Líbanon. Allt I allt hlutu 184 nýjar
jurtir stað í franskri mold í
Malmaison.
Rósagarðurinn minnir okkur á, að
það var Jósefína sem fyrst manna hóf
rósina til virðingar. Rósin hafði ekki
verið virt viðlits, fyrr en Jósefína lét
planta 250 mismunandi rósateg-
undum við Malmaison. Þar stendur
áttstrendur garðskáli, sem > var
„sumarskrifstofa” Napóleons, þar
sem hann dreymdi drauma um að
verða keisari alls heimsins. Þarutar
stendur tígulegur sedrusviður, sem
Jóseflna gróðursetti honum til
heiðurs eftir orrustuna við Marengo.
,,Ég get ekki vanist þessum stað án
hennar,” sagði Napóleon í síðustu
heimsókn sinni til Malmaison. ,,Ég
ímynda mér alltaf að ég muni sjá
hana koma eftir einhverjum stígnum
til að lesa blómin, sem hún unni svo
mjög.”
Það er eins og þessi játning
bergmáli enn á Malmaison, því það er
eins og maður eigi sífellt von á því að
Bonaparte sjálfum bregði fyrir þar, í
senn smávöxnum og mikilmann-
legum, ekki síður en henni.
★
ilí. s|s, ilí. jjs *li
7J\ vjv Vp*
Fyrir nokkrum árum leigði vinkona mín smáhús rétt við fjallavatn.
Umhverfið var mjög fagurt, en húsið var alltaf kalt og þegar kom
fram á veturinn varð hitareikningurinn yfírgengilegur. Eftir marga
fundi með húseigandanum varð að samkomulagi að hann léti setja
tvöfalt gler í húsið, og var það gert um miðjan janúar, vinkonu minni
til mikils fagnaðar: ,,Ég segi svo sem ekki að tvöfalda glerið hafí
lækkað hitunarkostnaðinn verulega,” sagði hún síðar. ,,En sex
klukkustundum eftir að það var sett í, lagði vatnið.”
J.W.