Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
°g öryggisböndunum neðan í
skorðuðum sleðanum og biða
björgunar.
En gapandi gjáin í freðna snjó-
brúna gerði út af við þá von. Mawson
flkraði sig nærri brúninni sem hann
framast þorði og starði ofan í ísdjúpið
og fann hvernig reiðarslagið gagntók
hann. Hann sneri sér við og veifaði í
ofboði til Mertz og öskraði til hans að
koma með hundaeykið og kaðlana.
Svo heyrði hann hund ýlfra niðri í
djúpinu.
Mertz kom til hans, og þeir
fikruðu sig umhverfis sprunguna til
að geta lagst á ömggan ísdrang hin-
um megin. Þaðan kölluðu þeir niður
í gjána. Aðeins hundur svaraði.
Mawson náði í sjónaukann og laut út
yfir til að sjá sem best, en Mertz hélt í
kaðal sem bundinn var um mitti
hans. Sprunguveggirnir voru harðir
og fyrirstöðulausir, grænir og Dláir
efst en því dimmari sem neðar dró,
endalaus sprunga í iður jökuls. í
dökkvanum djúpt niðri, líklega um
50 metra, var ofurlítil, sagtennt sylla
út úr sprunguveggnum. Þar var
hundurinn, sem ýlfraði. Það var svo
að sjá sem hann væri hryggbrotinn.
Hann reyndi að koma fyrir sig fótun-
um og skrækti af sársauka og van-
mætti. A þessari sömu syllu var hræ
af öðmm hundi og dreifar úr
farangrinum af sleðanum, en ekkert
lífsmark annað en slasaði hundurinn.
I örvæntingu sinni og sorg vildi
Mertz reyna að skorða hinn sleðann
yflr spmngunni og síga niður á þeim
köðlum, sem þeir áttu eftir. Mawson
varð að beita hörðu til að hafa hann
ofan í því. Spmngan var alltof
breið fyrir sleðann og of djúp fyrir
kaðlana þeirra. Samt var þeim tregt
að gefa upp vonina. Það var ekki fyrr
en eftir þriggja stunda bið á spmngu-
barminum, að Mawson hafði kjark til
að horfast í augu við grimman vem-
leikann: Þetta var gröf félaga þeirra.
Þeir félagarnir stóðu hlið við hlið á
gjárbarminum meðan Mawson fór
með bæn. Svo lagði hann hand-
legginn um álútar axlir Mertz og
leiddi hann á brott.
Smám saman gerði hann sér fulla
grein fyrir hvernig ástatt var með þá.
,,Við emm í alvarlegum kröggum,
Xavier,” sagði hann. ,,Við verðum
að bera saman bækur okkar og
ákveða, hvernig skynsamlegast er að
fara að. ”
A sleða Mawsons vom matar-
birgðir sem dygðu þeim í mesta lagi
tíu daga. I skjóðu sinni átti Mawson
auk þess dálítið af rúsínum og súkku-
laði. Allur annar forði þeirra, þar
með talinn hundamaturinn, lá á
botni spmngunnar, ásamt óveðurs-
tjaldinu, tjaldbotninum, skóflunni
og ísöxinni, mastrinu og ránni sem
þeir höfðu notað til að slá upp segli á
sleða til hægðarauka, mataráhöldun-
um og flestu öðm.
,,Við emm röska fímm hundmð
kílómetra frá aðalstöðvunum og höf-
um verið fímm vikur á ferðinni,”
sagði Mawson. ,,Við höfum ekki
nema rétt það blánauðsynlegasta til