Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 117
NO TA ÐU DA GINNIDA G
115
Orville Ke/ly með þremur bama sinna.
tvo ritara, og með þeirra hjálp svarar
hann um 500 bréfum á viku. Hann
gefur líka út mánaðarlegt fréttabréf
og hefur komið fram opinberlega
minnst 650 sinnum, allt frá sjón-
varpsviðtölum niður í fyrirlestra í
menntaskólum.
MTC hefur hjálpað þúsundum
bandaríkjamanna með lífshættulega
sjúkdóma til að endurmeta afstöðu
sína og gera sér grein fyrir, hvað þeir
telja mikilvægast. Afleiðingin hefur
iðulega orðið mun nánara samband
sjúklingsins við sína nánustu, og
mörgum hefur tekist að búa sig undir
dauðann á uppbyggilegan hátt.
Orville Kelly fékk sinn dóm árið
1973, eftir rannsókn á þrimli sem
fjarlægður var með uppskurði undan
vinstri holhönd hans. Frekari rann-
sóknir ieiddu í Ijós, að sjúkdómurinn
hafði breiðst út. „Sannleikurinn var
ennþá skelfilegri heldur en sá óljósi,
óttalegi grunur, sem ég hafði haft,”
segir Kelly. ,,Að mínu viti þýddi
krabbamein sama og dauði, og það
meira að segja hryllilegur, voðalegur
dauðdaei.”
Flestir, sem fá þann úrskurð að þeir
séu haldnir sjúkdómi af þessu tagi,
ganga gegnum fimm greinileg stig
viðbragða: Þeir neita að trúa,
einangra sig, fyllast síðan heift, telja
sér svo trú um að tíminn verði lengri,
fyllast þunglyndi en sættast að lokum
við örlög sín. Þessi stig þurfa þó ekki
endilega að koma í þessari röð. Kelly
var engin undantekning frá reglunni.