Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 35
HÚN GRACIE OKKAR
33
eftir stöppu á borðinu og flýta sér svo
út, jafn laumulega. Ef til þeirra sást,
urðu þeir vandræðalegir og tautuðu
eitthvað á þessa leið: Hvað, þessi and-
skotans hnúta? Mér er sama hvort ég
gef þér eða kettinum hana. ’ ’
Upphafið
Gracie var fædd Grace Stansfíeld 9.
janúar 1898, og þegar í stað gaf hún
sýnishorn af þeirri þróttmiklu rödd,
sem síðar þurfti ekki magnara til að
fylla stærstu leikhús. Gríðarrödd
hennar var nágrönnunum ekkert
fagnaðarefni, en Jenny, móðir
hennar, kunni vel að meta hana.
Jenny var þá 19 ára að aldri, spuna-
stúlka sem sjálfa hafði langað mikið
til að verða leikkona. Og áður en
langt um leið voru komnir þrír litlir
Stansfíeldar í viðbót: Betty, Edith og
Tommy. Móðir þeirra hvatti þá alla
til að syngja — því hærra því betra.
Grace hóf söngferil sinn á
góðgerðatónleikum og fékk gjarnan
grísastöppu að launum. Þaðan lá
leiðin 1 ferðalög með skemmtiflokki.
Þegarþví lauk, varð hin tíu ára gamla
Grace skólastúlka síðdegis, en á
hverjum morgni, frá klukkan sex,
spann hún bómull í verksmiðju.
Þar kom að hún gekk t ferða-revíu-
klúbb sem ,,Gracie Field,” móðir
hennar taldi það nafn myndu fara
betur á stórum ljósaskiltum. Archie
Pitt, aðal gamanleikari hópsins,
skynjaði í þessari hávöxnu, klunna-
legu 16 ára gömlu stúlku hæfileika,
lífsþrótt og hlýju, ásamt einhverju
óskýranlegu, sem gerði hana
sérstæða, eins og sérstöku ljósi væri
beint að henni einni, jafnvel þótt
hún væri aukaatriði í stórum hópi á
.sviðinu. Næstu níu ár þjálfaði hann
hana, æfði og stjórnaði til að verða
stjarna.
,,Hann varenginn Svengali,” segir
Gracie í sjálfsævisögu sinni. ,,En
hann var ágæt eftirlíking.” Þegar
hún var 25 ára, aðalleikkonan í hópi
hans, en ennþá barnaleg og leiðitöm,
gekk hann að eiga hana.
Síðan pantaði Sir Oswald Stoll
nýjustu revíu Archies, Mr. Tower of
London, sem systkini Gracie, Betty
.Edith og Tommy tóku nú þátt í auk
hennar, til að koma fram í eina viku á
Alhambra í London. Þetta sló svo
glæsilega í gegn, að leikarinn og
leikhússtjórinn Sir Gerald du
Maurier bauð Gracie aðalhlutverkið í
SOS í St. James leikhúsinu. Gracie
var hikandi. ,,Ég held ekki að ég geti
talað svona iengi.” En henni tókst
það. Á hverju kvöldi flýtti hún sér frá
St. James þar sem hún hafí flOO á
viku til að koma fram í Alhambra
fyrir f200, síðan í lágnættis-
kabarett í Café Royal fyrir f 300. Á
daginn söng hún inn á hljómplötur.
Fjölskyldan naut þessa nýfengnu
auðæva. Gracie keypti hús handa
foreldrum sínum í Peacehaven í
austur-Sussex, og þegar þeim þótti
það of afskekkt, keyti hún annað nær
Brighton, en gaf leikkvennasambandi
fyrra húsið. Það setti upp heimili og
uppeldisstofnun fyrir leikarabörn í
húsinu og gaf því nafn Gracie Fields.