Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 55
53
og lykkjunnar og eiga erfltt með að
sætta sig við smokka og þindar.
Þessi nýja vörn er þýsk að uppruna,
og er örugg líkamlega og efnafræði-
lega, að því er kvensjúkdómafræðing-
urinn Herbert Brehm prófessor við
kvensjúkdómadeild Holweide spítala
í Köln segir. Þetta er pilla, sem rennt
er upp í fæðingarveginn og veitir vörn
tíu mínútum eftir innsetningu í
minnst tvo tíma þar frá. Ellefu þús-
und konur í Evrópu hafa notað þessa
varnaraðferð síðan 1969 og jafnframt
verið undir stöðugu eftirliti. Sú rann-
sókn hefur leitt í ljós, að hún er 99%
örugg. Þessi nýja pilla hefur verið til
sölu í nokkrum Evrópulöndum nú í
fjögur ár.
Það þægilegasta við þessa aðferð
þykir vera það, að ekki þarf sérstakt
áhald til að koma henni á sinn stað,
og hún þykir hreinlegri en aðrar inn-
setningarpillur, sem á markaðnum
hafa verið, auk þess sem hún veitir
öruggari vörn. Hún virkar á þann
hátt, að hún leysist upp í fæðingar-
veginum og myndar himnu, sem í
senn lokar legopinu og drepur sæði,
sem á hana kemur.
Öryggi annarra getnaðarvarna er
sem hér segir: Pillan 97 , lykkjan
95,9%, smokkur 95,7% en hlaup og
froða85,2%.
(Stytt úr Nationa Enquirer).
,,AÐ DRUKKNA AÐ
SKAÐLAUSU”
18 ára skólanemi í Michigan var
dreginn upp úr ísi lögðu vatni þar
sem hann hafði verið innilokaður í bíl
í 38 mínútur. Þegar hann náðist upp,
var hann úrskurðaður látinn. En
þegar hann var settur inn í sjúkrabíl,
sáu sjúkraliðarnir ekki betur en hann
gæfi frá sér lfismark. Lífgunartil-
raunir vom þegar hafnar, og hann
náði sér. Eftir hálfan mánuð var hann
kominn aftur í skólann þar sem hann
hélt áfram að vera úrvals nemandi.
Þessi ungi maður er einn af ellefu,
sem hafa „dmkknað” í köldu vatni
en lifnað við og ekki hlotið sjáanlegan
skaða. Dr. Martin J. Nemiroff, vís-
indamaður við Heilsugæslumiðstöð
Michigan hefur rannsakað öll þessi
tilfelli. Þessir ellefu „dmkknuðu” í
vatni, sem var innan við 21° C. Hann
telur, að það sem bjargaði þeim, hafi
verið ósjálfrátt viðbragð, sem I spen-
dýmm er kallað ,, köfunarvið bragð-
ið”, ásamt því hve vatnið var kalt.
„Köfunarviðbragðið” hægir hjart-
sláttinn þegar í stað og dregur úr
blóðstreymi í hömnd, vöðva og aðra
vefi, sem þola súrefnistap í blóði, en
það súrefni sem blóðið hefur, fer til
hjarta og heila. Kuldinn í vatninu
dregur enn úr súrefnisþörf líkams-
vefjanna og lengir þann tíma, sem
maðurinn getur komist af án þess að
hljóta heilaskemmdir.
Nýlega var skýrt frá niðurstöðum
dr. Nemiroffsí Scientific American. I
viðtali sagði hann, að rannsóknir á
dmkknunartilfellum í suðrænu lofts-
lagi sýndi að í vatni sem væri yfir
21 °C virtust fjórar mínútur vera há-
markstími í vatni, ef ekki ættu að