Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
eins langt frá honum og hægt var,
en ég sá af svipnum á honum að hann
gerði sér fulla grein fyrir því að hann
var ekki bara að skreppa út í sjoppu
að ná sérí vindil.
Nú fðr í hönd stund sem er ekki
ljós í smáatriðum í vitund minni og
tímaskynið fór mjög í rugling. Sharon
fékk aðra mjög skarpa hríð þegar við
vorum nýkomin inn í skúffubílinn.
Hún lyfti sér upp úr sætinu með því
að spyrna fast í gólfið og spenna
herðarnar I sætisbakið, en ég studdi
við mjóbakið á henni með lófanum.
A sama hátt tók hún á móti næstu
hríð, en síðan másaði hún: ,,Ég get
ekki — það er að koma!” Nú varð
ekki við gert. Barnið ætlaði ekki að
bíða þess að við kæmumst á
spítalann. Ég vissi að Sharon gat ekki
reitt sig á neitt nema mig; ekki gat ég
sagt henni að hætta. Eg fann adrena-
línið streyma um taugakerfi mitt og
bænirnar þjótaum kollinn.
OG ÞANNIG VARÐ eiginmaður-
inn að lækni. Ég renndi vinstra
hnénu undir mjóbakið á Sharon og
lagði fæturna á henni yfir hægra lærið
á mér. Það veitti henni stuðning,
þegar hún varð að rembast. Og það
var það sem hún sagði næst — ,,ég
verð að rembast” um leið og hún
smeygði ósjálfrátt niður um sig
buxunum.
Bílstjórinn okkar einblíndi fram á
veginn og slakaði ekki hið minnsta á
ferðinni.
Fætur Sharon voru aðeins lítið eitt
aðskildari en í eðlilegri setstellingu.Ég
rétti fram hægri höndina í hálfrökkri
stýrishússins og fann hvirfilinn á
barninu. Ef einhver vottur af efa
hefur verið um um að barnið myndi
fæðast þarna í þröngu stýrishúsinu,
.hvarf hann nú að fullu. Ég þurfti
ekkert að tvístíga, ákvörðunin hafði
verið tekin fyrir mig — eg varð að taka
móti afkomanda mínum. Þetta var
ekki eftir áætlun, en engu síður
staðreynd.
Ég get aðeins þakkað guði fyrir að
ég skyldi hafa verið viðstaddur fyrri
fæðingarnar tvær og að þrátt fyrir
erfíðar og óvenjulegar kringumstæður
kom ekkert fát á okkur Sharon. Fyrsti
þrýstingurinn hafði fært höfuð
barnsins alveg í fæðingaropið. Ég
renndi fíngri varlega meðfram
hvirflinum og hjálpaði gætilega til
með því að taka ögn í með vísifíngriog
þumli. Eg vissi, að þegar höfuðið var
komið út myndi afgangurinn koma
auðveldlega. Um leið og það kom
sneri ég barninu um fjórðung svo
axlirnar sneru upp og niður. Svo
sagði ég: ,,Gott, elskan, höfuðið er
komið,” — og það mátti ekki tæpara
standa að mér tækist að góma hina
nýfæddu dóttur okkar, Rebekku
Dawn (Dawn = dögun) um leið og
hún skrapp úr móðurkviði.
„Sharon, þú ert búin,” hrópaði
ég. ,,Ég er búinn að ná henni!” Og
fæðingarþrautirnar viku fyrir móður-
gleðinni. Okkur létti báðum mikið,
þótt við gætum ennþá ekki gert