Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
ára, þjáðist hann af alvarlegri slag-
æðarýrnun, en það er kvilli nátengd-
ur reykingum. Þremur árum síðar, í
september 1951, var hann skorinn
upp við lungnakrabba. Þá var tekið
úr honum vinstra lungað, sem var illa
farið. Þótt konungurinn virtist ná sér
ágætlæega, voru litlar líkur til að
hann lifði lengi — aðeins fáeinir lifa
meira en eitt eða tvö ár eftir að upp
kemst um lungnakrabba. í janúar j
1952 sögðu læknar hans að heilsa
hans væri eftir öllum vonum. En
snemma að morgni 6. febrúar fékk
hann hægt andlát í rúmi sínu í Sand-
ringham. Banamein hans var næst-
um örugglega kransæðastífla.En reyk-
ingar eru ein meginorsök æða- og
hjartasjúkdóma, auk þess sem þær
eru aðalorsök lungnakrabba. Hefði
kóngurinn ekki reykt gæti hann verið
á lífl enn í dag.
Hertoginn af Windsor reykti líka
mikið meginhluta ævi sinnar. í maí
1972, skömmu eftir að Elísabet
drottning (sem reykir ekki) heimsótti
hann í París, dó hann af krabbameini
í hálsi, sem líklegt má telja að hafi
hlotist af reykingum hans.
Ekki er hægt að kenna einum eða
neinum um dauða þessara fjögurra
konunga. Hætturnar af reykingum
voru ekki víðkunnar þegar Georg VI
dó 1952. Engu að sfður sýna veikindi
þeirra hvernig fjölskylda getur liðið f
þrjá ættliði fyrir fíkni sfna f tóbak.
Mannkynssagan væri örugglega
önnur ef þeir hefðu hvorkir eykt né
lagt sitt af mörkum til að útbreiða
þær. *
vlv vjv vjv vTV VTv 7jv
I skfðaferð tók ég eftir þjálfuðum skíðamanni, sem var að reynaað
kenna ungri konu sinni undirstöðuatriði skfðafþróttarinnar. Hún var
mjög einbeitt á svip, og ég sá ekki betur en hún tautaði leiðbeiningar
hans fyrir munni sér, meðan hún reyndi að fara eftir þeim.
En þegar kom fram á daginn, renndi hún sér fram hjá mér f aflíð-
andi halla, og þá heyrði ég hvað hún var raunverulega að segja: ,,Ég
ER að skemmta mér, ég ER að skemmta mér... ”
B.A.
Ég var að sópa gólfíð í málningarvöruverslun, þegar kona kom inn til
að kaupa málningu á eldhúsið sitt. En hún vissi ekki hvað það var
stórt. Ég bjóst við að hún myndi giska eitthvað út f bláinn, en þess f
stað þreif hún kústinn minn og sópaði rösklega um stund. Allt í einu
hætti hún og spurði: ,,Hvað er ég búin að sópa mikinn flöt núna?”
Ég mældi það og sagði henni stærðina. Þá brosti hún og sagði:
„Svona er eldhúsið mitt stórt.”
C.K.