Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 37
HÚN GRACIE OKKAR
35
herjum bandamanna í Austur-
löndum, Kyrrahafslöndum Jndlandi,
Norðurafríku og þeim hluta Evrópu,
sem ekki var á valdi nasista. 14. ágúst
1945 var hún á Salómonseyjum, og
var komin í stórt rjóður í frum-
skóginum, þar sem 25 þúsund
bandarískir hermenn höfðu safnast
saman. ,,Piltar,” tilkynnti liðsforing-
inn, sem stjórna átti samkomunni.
,Japanir hafa gefist upp.” Svo lyfti
hann upp hendinni í flýti, áður en
fangðarlætin byrjuðu, og hélt áfram.
„Gracie Fields er hér hjá okkur. Ég
bið hana að syngja Faðirvorið.” Það
fór eins og þytur um fjöldann, þegar
hver og einn tók ofan höfuðfatið og
laut höfði. Síðan var grafarþögn,
þegar Gracie hóf sönginn — faðir
vor, þú sem ert á himnum — og hvert
orð og tónn barst út yfir manna-
skóginn og áfram út í frumskóginn
fyrir handan, þar sem það dó út.
,,Þetta var dýrðlegasta og áhrifa-
ríkasta stund ævi minnar,” segir
Gracie.
Þegar Monty dó 1950, herti Gracie
enn á vinnuálagi sínu. Svo gerðist það
dag einn á Capri að hún kynntist
Boris Alperovice, hljóðlátum,
þrekvöxnum manni af rússneskum og
rúmenskum uppruna. Hann var
fímm árum yngri en hún, en hafði
sest að á Capri 1927 og síðar þjónaði
með breska hernum á Italíu. Smám
saman urðu þau ástfangin. Þar sem
hún vissi, að hann myndi aldrei biðja
hennar, vegna þess hve hún var
auðug og rík, tók Gracie sig til og bað
hans.
íbúarnir á Capri þekkja þau
einfaldlega sem Boris og Gracie og
eiga erfítt með að ímynda sér að þessi
notalega enska signora, sem er alltaf
tilbúinn að spjalla á sinni bjöguðu
ítölsku sé heimsfræg. Þegar hún fer í
búðir í borginni, — litlu höfuð-
borginni á Capri — stöðva hana
iðulega ferðalangar, sem biðja um
að fá að hafa hana með á mynd. Hún
stjórnar þeim af mikilli einbeitni með
glaðlegum ávítum: ,,Hvers konar
asni ertu? Þarna færðu ekkert nema
sól 1 linsuna! Stattu þarna!
Aðdáendur safnast að hliðinu
heima hjá henni í von um að sjá
henni bregða fyrir, aðrir skrifa henni
bréf hvaðanæva úr heiminum.
,,Sumir setja mig á svo háan stall að
mig sundlar,” segir hún, og þessu
gamni fylgir nokkur alvara. ,,Ég er
ekkert öðru vísi en annað fólk. Ég rek
bara upp nokkur hljóð sem guð var
svo góður að setja í hálsinn á mér.
En heimurinn er betri fyrir hljóðin
úr hálsinum á Gracie. Harry
Secombe, sem hefur komið fram
ásamt henni, mælir fyrir munn
milljóna, þegar hann segir: „Gracie
var stórkostleg — líklega mesta lista-
manneskja sem Bretland hefur
nokkurn ríma eignast.” Morecabe og
Wise minnast hennar sem gamanleik-
konunnar, sem hélt söngleikjunum á
lífi. ,,Hún var dásamleg, stjarna
aldarinnar,” segir Ernie Wise. ,, Allir
minnast hennar, öllum þykir vænt
um hans — og hún er ennþá
glimrandi söluvara! ’ ’ ★