Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 87
LANDIÐ FORDÆMDA
85
myndi fyrirrennarinn (sá sem fyrstur
fór félaganna hverju sinm og kannaði
ieiðina) fara yfir snjóbrýr og finna
sprungur, síðan fyrri sleðinn og þá
yrði þeim síðari óhætt.
Þessa stundina var það Xavier
Guillaume Mertz, sem fyrstur fór.
Hann var Svisslendingur, 28 ára,
hafði lokið laganámi og var meistari á
skíðum og úrvals fjallgöngumaður. Á
fyrri sleðanum fór Mawson, sem þá
þegar, þrítugur að aldri, var gamal-
reyndur í heimskautakönnun. Á síð-
ari sleðanum var ungur liðsforingi úr
konunglega fótgönguliðinu, Belgrave
Edward Sutton Ninnis, lautínant.
A morgun, þegar haldið yrði til
austurs, þurfti ekki annað að gera
heldur en spenna bæði hundaeykin
fyrir sleða Mawsons. Á honum var
viku forði af þurrkuðu kjöti, þurr-
mjólk, kexi, sykri, kókói, og tei. A
morgun þyrftu þeir aðeins að taka til
viðbótar viku forða af mat handa
hundunum, tjaldið, tækin og tjald-
botninn. Síðan gætu þeir skilið hinn
sleðann eftir meðan þeir færu þennan
könnunarleiðangur. I þrjá daga eða
svo, — það var dálítið komið
undir VEÐRINU — gætu þeir bók-
staflega þeyst yfir snjóbreiðuna. Með
því móti komust þeir um 640
krlómetra frá aðalstöðvunum, taldi
Mawson.
Hann naut þess að bollaleggja
með sjálfum sér, um þetta. Þetta
þýddi, að markmiðinu var svo til náð;
að finna landsvæði sem enginn
maður hafði áður stigið fæti á — og
allar kringumstæður gáfu tilefni til
ítrustu bjartsýni. Hann skrifaðií dag-
bókina: „Dagurinn var dásamlega
fagur, besti sem við höfðum fengið á
allri ferðinni. Hitinn var mínus 6 stig,
vindurinn andvari af ASA (aust-suð-
austan). ’ ’
Allt í einu tók hann eftir því að
Mertz hafði numið staðar og starði
aftur eftir slóðinni. Það var eitthvað í
fari hans sem gerði það að verkum að
Mawson brá í brún. Hann stöðvaði
hundana og leit um öxl. Svo sem
hálfan kílómeter var slóð eftir einn
sleða, þar urðu slóðirnar skyndilega
tvær svo langt aftur sem augað eygði.
En landslagið var autt.
Hann hljóp eins og fætur toguðu
slóðina til baka, og óttinn barðist í
æðum hans. Ninnis og hundarnir,
ásamt sleðanum, allt fast í sprungu
rétt einu sinni. Maðurinn og hund-
arnir hlutu að hanga í aktýgjunum