Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
Orville Kelly breytti sinni eigin sorgarsögu ístofnun, sem
hjálpar þúsundum sjúklinga með banvæna sjúkdóma,
ásamt fjölskyldum þeirra, aðlifa meðan líft er.
NOTAÐU DAGINNIDAG
—Judith Ramsey —
% ORVILLE KELLY er 47
'yi ára og þjáist af sjúkdómi
T er heitir LYMPH-
OCYTIC LYMPHOMA;
krabbamein í lymfu-
eitlum og við því er engin viðurkennd
lækning. Það er ekki Kelly einn, sem
veit þetta, heldur líka konan hans,
Wanda, 35 ára, og börnin fjögur,
ásamt fjölda annars fólks. Hann fékk
sjúkdómsgreininguna 1973, um leið
og honum var tjáð að hann gæti
vænst þess að lifa hálft til þrjú ár í
viðbót.
Margir krabbameinssjúklingar og
sjúklingar með aðra lífshættulega
sjúkdóma hafa tilhneygingu til að
gefast upp og örvænta, þegar þeir vita
að ekki muni langt eftir. En Kelly
einbeitti sér að því að lifa — eins
lengi og eins árangursríku lífi og
hann mögulega gæti. Hann er stofn-
andi samtaka sem kalla sig Notaðu
daginn í dag (Make Today Count —
skammst. MTC). Þessi samtök helga
sig því að gera fólki, sem veit að
skammt er eftir, lífíð bærilegra, og
sömuleiðis fjölskyldum þess.
Frá fyrsta fundinum, sem haldinn
var í Burlington í Iowa í janúar 1974,
hefur MTC vaxið upp í 132 deildir
víðsvegar um Bandaríkin. Kelly hefur
..
H'.
O
— Stytt úr Family Circle —