Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 4
2
ÚRVAL
Sumt fólk veigrar sér við að ala upp
sína eigin hátíðakjúklinga. Ekki við. I
fyrrahaust keyptum við kalkúnsunga
sem varð eins og einn af fjölskyld-
unni. Við höfðum hann í þvottahús-
inu, gáfum honum að borða og
fórum með hann út að viðra hann. En
þegar tími var til kominn, vorum við
ekkert að tvínóna við það. Við
höfðum hann á páskunum. Hann sat
við hliðinaámér.
Robert Orben
Sunnudagsskólakennarinn var að fara
yfir boðorðin tíu með börnunum.
Þegar hann hafði lesið þau yfir,
spurði hann. ,,Er nú eitthvert af þess-
um boðorðum, sem segja má að eigi
við það hvernig systkini eigi að koma
fram hvert við annað, — bróðir við
systur og systir við bróður?”
Lítill snáði rétti þegar í stað upp
hendina og sagði hróðugur: , ,Þú skalt
ekki mann deyða.”
Lítill strákur á spítala við annan: ,,Ert
þú á lyfja eðaskurð?”
,,Hvað meinarðu?” spurðihinn.
,,Ég meina varstu veikur þegar þú
komst hingað eða gerðu þeir þig
veikan hér?”
Hann sat fremst í áætlunarbílnum að
vestan, gamli maðurinn. Aleinn, en
greinilega hress og kátur.
,Jæja. Þú ert á leiðinni suður,”
sagði bílstjórinn.
,Já, svo sannarlega, svo sannar-
lega,” hneggjaði gamlinginn hinn
ánægðasti.
,,Hvað ertu annars orðinn gam-
all?”
,,Ég er92.”
,,Og hvað ertu að gera suður?”
,,Bekkurinn frá 1906 er að
júbílera.”
,,Það er einmitt. Það geta þó ekki
verið margir lifandi úr hópnum, er
það:”
,,Nei, alls ekki. Síðustu 12 árin hef
ég orðið að halda upp á þetta einsam-
all.”
Frjáls verslun
„Þakklátur, þakklátur! Hvern and-
skotann hef ég að vera þakklátur
fyrir?” spurði sá fúli og horfði á þann
glaða. ,,Ég get ekki einu sinni byrjað
að borga skuldir mínar.
,,Þá geturðu verið þakklátur fyrir
að þú skulir ekki vera einn af lánar-
drottnunum.”