Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 22
20
Sár hestur, Þetta verk er eftir síoux-
indjána í Dakóta, ein af sárafáum
fullgerðum hestmyndum indjána,
sem tileru.
Indjánar Norðurameríku
bjuggu í fullkomnu samræmi
við umhverfi sitt — og list
þeirra ber glöggt vitni um
þetta samhengi.
LIFANDITÖFRAR í INDJÁNALIST
38*5!
38
M
örg okkar minnast fyrst
* og fremst höfuðleðra-
fláningar, veiðiskapar og
töfralækna, þegar
38383838* minnst er á indjána
Norðurameríku. Fæstir
gera sér grein fyrir að indjánarnir
voru líka skapendur listar og list-
muna, sem standast fyllilega sam-
jöfnuð við fegurstu menjar evrópskrar
menningar.
Og það sem ef til vill skiptir meira
máli er, að indjánalistin er allt öðm
vísi en list annarra kynþátta, eins og
sjá má hér á síðunum, á myndum af
nokkrum þeirra rúmlega þúsund
Þessi trégríma er frá því um 1820.
Henni brugðu töfralæknar írókesa
fyrtr andhtið, þegar þeir gðlu seiða
sína til lækninga.
listaverka og listmuna, sem sýnd voru
í fyrsta sinn á sýningu í London síðla
árs 1976, undir stjórn Listaráðs Stóra-
bretlands. Mörg þessara verka höfðu
verið í eigu evrópskra könnuða og vís-
indamanna og voru ekki sýnd opin-
berlega vestan hafs fyrr en vorið 1977,
að þessi sama sýning var haldin í
Kansas City.
Það sem telja má áberandi í list
indjánanna er tengsl hennar við nátt-
úruna. Þeir sígildu Iistamenn,sem við
þekkjum best, smurðu list sinni á fer-
hyrnda strigafleti, en indjánski hand-
verksmaðurinn (engin indjánamál-
lýska hefur orð fyrir „listamaður”)
notaði það sem hendi var næst og
hentaði honum í listsköpun hans —
heilar vísundahúðir, trjábörk, stafi og
steina. Ralph T. Coe, framkvæmda-
stjóri Nelson Gallerísins, sem sýning-
una hélt í Kansas City, skrifaði:
„Indjánalistin tengir okkur náttúr-
unni. Náttúruleg vefjarefni, sinar,
fjöðurstafir, húðahlutar og heilar
húðir eru kunnáttusamlega valin í
efnivið og unnið úr. Hálsfesti úr
bjarndýraklóm hefur verið í smíðum
svo árum skiptir, því hana varð að
gera eftir kerfísbundnu og fastmót-
uðu kerfi; hún er ekki það fljóta-
skriftarlega samsafn sem ætla mætti
við fyrstu sýn. í listsköpun indjána fer
saman tjáning á trúnni á eðli dýranna
og notkun á raunverulegum hlutum
dýrsins (bjarnarfeldur, skjaldböku-
skel). ’ ’
Og ævinlega fólst indjánalistin í
því að hagnýta það sem til féll af af-
urðum náttúrunnar — aldrei eyði-
leggingu áþeim.