Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 90
88
URVAL
hagslega mikilsverðir ekki síður en
vísindalega. Þetta hefur enginn
kannað. Fjöllin gætu búið yfir sama
jarðefnaauði og aðrir fjallgarðar, sem
eru á sama Andesfjallahrygg, er nær
yfir til Ameríku. Hverjar þær rann-
sóknir sem gerðar eru á þessu ókunna
landi bæta við heimsþekkinguna.
Mig langar að leggja nýtt af mörkum
til mannlegrar þekkingar.”
Mawson undirbjó sinn eiginn
leiðangur. Hann ætlaði að stíga á
land suður af Sydney, en ísinn
varnaði honum vegar. Þegar skipið,
Aurora, náði loks landi, var það við
klettahöfða við opinn flóa, sem
Mawson nefndi Commonweaith Bay
(Samveldisflóa). Þar upp af er
Adélieiand, og þetta er miklu vestar
en Mawson hafði hugsað sér að koma
upp aðalstöðvum sínum.
Upp af þessum litla flóa sá Mawson
gríðarlegt ísfjall, gnæfandi
himinhátt, svo stórt að ekki sá fyrir
enda þess, þar sem brúnirnar hurfu í
blámóðu fjarskans. Þessi hluti
heimsins var sá, sem minnst var
þekktur.
19. janúar 1912 hafði búnaði
leiðangursins verið skipað upp á
klettahöfðann: Timbri í tvo kofa,
þremur 20 metra háum fjar-
skiptamöstrum, straumbreytum, raf-
mótorum, rafhlöðum, ofnum, elda-
vélum, sleðabúnaði, 19 grænlenskum
sleðahundum, vísindatækjum, mat
fyrir 18 menn til tveggja ára, rúm-
fatnaði, teppum, verkfærum,
nöglum, eldsneyti — þar með talið
23 tonnum af kolum í pokum, olíu-
tunnum og parafíni, — bókum,
pappírum og persónuiegum eigum
leiðangursmannanna.
Eftir sex daga starf höfðu
kofaveggirnir verið reistir, viku síðar
var þakið komið á og rúmstæðin
skrúfuð föst við veggina. Eftir það var
hafist handa um þjálfun mannanna
fyrir könnunarferðirnar, sem hæfust
með vorinu.
En fyrr en kom að jafndægri á vori,
21. mars, var Mawson kominn að
þeirri niðurstöðu, að þessi aðalhópur
hans væri kominn til „storma-
samasta skika á jarðríki.” Næstu
mánuðir áttu eftir að staðfesta þessa
skoðun hans. 19. mars skall sunnan-
stormurinn á kofunum með hagl-
gusum af svo miklu offorsi, að þeir
skekktust á grunnunum, vindhraðinn
var svo gífurlegur að hann keyrði
snjóinn milli borðanna 1 veggjunum,
sem þó voru nótuð saman. Næstu
daga var veðurhæðin jafnvel enn
meiri, og 22.mars var vindhraðinn
stöðugt yfír 130 km. á klukkustund
og mikil snjókoma.
Það þurfti kjark sem jaðraði við
fífldirfsku að þjóna rannsókna-
tækjunum út í þvílíku veðri. Enginn
hélst á fótunum úti sem ekki var á
löngum mannbroddum. Oftast
skriðu menn á höndum og fótum.
„Stormurinn er svo yfírgengilegur,
að það tekur öllu fram sem áður var
þekktí veröldinni,” skrifaði Mawson.
,,Við höfum fundið heimkynni