Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 105
LANDIÐ FORDÆMDA
103
á reiðiskjálfl, þar til snjórinn settist æ
hærra að því og kyrrði það.
„Tjaldið er orðið eins I laginu og
líkkista — líkkista úr foksnævi,”
skrifaði hann. Ef þarna hefðu verið
tveir menn á ferð, skrifaði hann líka
hefði ef til vill mátt nota storminn til
að knýja sleðann áfram. ,,En einum
er það ómögulegt.” Allan þennan
dag var ekkert lát á storminum, hann
gat ekkert gert annað en hvíla sig í
poka sínum meðan veðrið hélt áfram
að slá utan um hann.
Á sama tíma voru þrír menn um 80
km vestar á leið upp snarbratta
ísbrekku með volduga mannbrodda á
fótum og sleða í eftirdragi. Þeir börð-
ust móti storminum til að ná til
Aladínshellisins. Það var fyrsti
áfanginn í leit þeirra að Douglas
Mawson og félögum hans tveim.
Kraftaverk íauðninni
John King Davis, kafteinn á
Auroru, kallaði saman neyðarfúnd í
aðalstöðvunum síðari hluta dags 24.
janúar. Þar sagði hann við mennina:
,,Ég get ekki dvalið með skipið hér
lengur en til 30. janúar. Leitarflokkur
verður að fara og svipast um eftir
doktor Mawson, leita eins langt og
auðið verður og verða kominn hingað
aftur fyrir 30. janúar. Lengur get ég
ekki beðið! Ef leitin ber ekki árangur,
mun ég skilja fámennan flokk eftir
hér og sækja hann í desember. Ef við
bíðum fram yfir þrítugasta, eigum
við á hættu að festa skipið í lagís. ’ ’
Leitarflokkurinn komst við illan
leik í Aladínshelli í fyrsta áfanga
leitarinnar, 25. janúar. Það var nxu
kílómetra frá aðalstöðvunum upp
þverbratta íshellu, og ferðin tók sex
klukkustundir. Þar urðu leitarmenn
að láta fyrir berast í sólarhring vegna
veðurs, en upp úr hádegi 26. janúar
komust þeir 8 km í austur en urðu þá
að búast um vegna veðurhæðar. Þar
urðu þeir að dvelja í 36 erfiðar
klukkustundir, því foksnævið þrýsti
sér inn í tjald þeirra og hvílupoka.
Að morgni 28. janúar grófu þeir
sig út og komust nú 26 kílómetra
áður en þeir bjuggust til næturinnar,
afturí mikilli snjókomu. Daginn eftir
yrðu þeir að snúa aftur, þar sem
skipið færi að kvöldi annars dags þar
frá, — þrítugasta janúar.
Þeir lituðust vandlega um að
morgni 29. janúar en sáu ekkert
óvenjulegt. Svo þeir gerðu vörðu úr
snjó, og efst í hana settu þeir vatns-
heldan poka með mat og dós með
bréfi. Ofan á þetta settu þeir
tilhöggna snjóköggla, vafða í svart
pokaefni, svo varðan sæist í hvítri
auðninni. Enn einu sinni lituðust
þeir um: Það var ekkert að sjá.
Að morgni 26. janúar vaknaði
Mawson og uppgötvaði að veður-
hæðin var síst minni en verið hafði.
En um hádegi ákvað hann að reyna
samt að brjótast lengra og berjast við
veðrið. Stormurinn var honum
erflður, en samt braust hann gegnum
snjóiðuna, kílómeter eftir kílómeter.
Það var farið að ganga mjög á matar-
■ forða hans, það voru ekki nema tæp.