Úrval - 01.03.1978, Page 105

Úrval - 01.03.1978, Page 105
LANDIÐ FORDÆMDA 103 á reiðiskjálfl, þar til snjórinn settist æ hærra að því og kyrrði það. „Tjaldið er orðið eins I laginu og líkkista — líkkista úr foksnævi,” skrifaði hann. Ef þarna hefðu verið tveir menn á ferð, skrifaði hann líka hefði ef til vill mátt nota storminn til að knýja sleðann áfram. ,,En einum er það ómögulegt.” Allan þennan dag var ekkert lát á storminum, hann gat ekkert gert annað en hvíla sig í poka sínum meðan veðrið hélt áfram að slá utan um hann. Á sama tíma voru þrír menn um 80 km vestar á leið upp snarbratta ísbrekku með volduga mannbrodda á fótum og sleða í eftirdragi. Þeir börð- ust móti storminum til að ná til Aladínshellisins. Það var fyrsti áfanginn í leit þeirra að Douglas Mawson og félögum hans tveim. Kraftaverk íauðninni John King Davis, kafteinn á Auroru, kallaði saman neyðarfúnd í aðalstöðvunum síðari hluta dags 24. janúar. Þar sagði hann við mennina: ,,Ég get ekki dvalið með skipið hér lengur en til 30. janúar. Leitarflokkur verður að fara og svipast um eftir doktor Mawson, leita eins langt og auðið verður og verða kominn hingað aftur fyrir 30. janúar. Lengur get ég ekki beðið! Ef leitin ber ekki árangur, mun ég skilja fámennan flokk eftir hér og sækja hann í desember. Ef við bíðum fram yfir þrítugasta, eigum við á hættu að festa skipið í lagís. ’ ’ Leitarflokkurinn komst við illan leik í Aladínshelli í fyrsta áfanga leitarinnar, 25. janúar. Það var nxu kílómetra frá aðalstöðvunum upp þverbratta íshellu, og ferðin tók sex klukkustundir. Þar urðu leitarmenn að láta fyrir berast í sólarhring vegna veðurs, en upp úr hádegi 26. janúar komust þeir 8 km í austur en urðu þá að búast um vegna veðurhæðar. Þar urðu þeir að dvelja í 36 erfiðar klukkustundir, því foksnævið þrýsti sér inn í tjald þeirra og hvílupoka. Að morgni 28. janúar grófu þeir sig út og komust nú 26 kílómetra áður en þeir bjuggust til næturinnar, afturí mikilli snjókomu. Daginn eftir yrðu þeir að snúa aftur, þar sem skipið færi að kvöldi annars dags þar frá, — þrítugasta janúar. Þeir lituðust vandlega um að morgni 29. janúar en sáu ekkert óvenjulegt. Svo þeir gerðu vörðu úr snjó, og efst í hana settu þeir vatns- heldan poka með mat og dós með bréfi. Ofan á þetta settu þeir tilhöggna snjóköggla, vafða í svart pokaefni, svo varðan sæist í hvítri auðninni. Enn einu sinni lituðust þeir um: Það var ekkert að sjá. Að morgni 26. janúar vaknaði Mawson og uppgötvaði að veður- hæðin var síst minni en verið hafði. En um hádegi ákvað hann að reyna samt að brjótast lengra og berjast við veðrið. Stormurinn var honum erflður, en samt braust hann gegnum snjóiðuna, kílómeter eftir kílómeter. Það var farið að ganga mjög á matar- ■ forða hans, það voru ekki nema tæp.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.