Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 81
79
þótti svo vænt um. Fé og nautgripir
hefði lengi gengið á beit í högunum
kringum Malmaison, en nú bættust
við lamadýr, kengúrur, apar og svartir
svarnir. Einu sinni hafði verið þar sel-
skapspáfagaukur, sem hafði verið
kennt að segja eitt orð: ,,Bo-
naparte.... Bo-naparte.” Nú krunk-
aði, stóri, hvíti og glæsilegi ástralíu-
páfagaukurinn hennar: „Madame
Bonaparte.”
Jósefína lagði rækt við minninguna
um Napóieon í Malmaison, og gerði
aðeins tvær breytingar á þessum stað,
þar sem ást þeirra hafði blómstrað.
Fundasalurinn, sem innréttaður var
sem ijald, haldið uppi með súlum og
fánastöngum, var tákn stjórnmál-
anna, sem rist höfðu hjónaband
þeirra í sundur. Honum lét hún
breyta í næsta kvenlega dyngju. Og
svefnherbergið, sem hún hafði deilt
með Napóleoni sínum, því lét hún
breyta svo þar var ekkert er minnti á
það eráður var.
Eftir orrustuna við Waterloo, 25.
júní 1815, hélt Bonaparte til Mal-
maison í síðasta sinn, og dvaldi þar í
fimm daga áður en hann hélt til
Sankti Helenu. En Jósefína var ekki
þar til að taka á móti honum. Hún
var látin úr slagi fyrir fjórtán mán-
uðum og skildi ekkert eftir annað en
skuldir og eftirsjá, og ótrúlega sterka
minningu um dvöl sína í Malmaison.
Nú hefur Malmaison verið gert
upp til síns fyrri ljóma, og það er
áhrifaríkt að koma þangað. Það er
eins og borðsalurinn bíði eftir matar-
gestunum, sem muni setjast við
borðið er þeir hafi laugað hendur