Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 111
LANDIÐ FORDÆMDA
109
á sig komnar. Af tilfinningunni, sem
ég hef aftan 1 höfðinu hef ég grun
um, að ég kunni að missa vitið
bráðlega!” Loks, tveim vikum eftir að
hann komst til aðalstöðvanna, náði
loftskeytamaðurinn sambandi við
endurvarpsstöð á Macquarie eyju 1
Kyrrahafi. Enn einu sinni pikkaði
loftskeytamaðurinn sögu Mawsons á
tækin sín, en Macquarie eyja svaraði,
að aðeins helmingur af fréttinni hefði
skilað sér skiljanlega. I staðinn skilaði
hún frétt, sem gekk Mawson beint að
hjarta — fyrstu fréttinni sem hann
fékk um dauða Scotts.
Hann heyrði í huga sér að Scott
hvatti hann til að taka þátt í leiðangr-
inum á suðurpólinn. ,,Komdu með
mér! Eg vil að þú deilir þeirri stund
með mér.” Nú var hann horfinn,
freðnár á valdi landsins kalda. Félagar
Mawsons sáu sorg og sársauka færast
yfír ásjónu hans. En hann sagði
aðeins:
,,Það var leitt. Ég veit hvað þeir
hljóta að hafa þjáðst. Ég var svo nærri
þessu sjálfur.”
Lokst tókst að koma sögu hans til
manna, en þvert móti hinni áhrifa-
miklu frásögn af endalokum leið-
angurs Scotts, var heldur lítið gert úr
sögu Mawsons.
Hægt og hægt luktist heimskauta-
veturinn um mennina. Allan þennan
tíma, í endalausu myrkri og hverju
fárviðrinu eftir annað, þráði Mawson
hrópið, sem hann vissi að myndi
koma um vorið, þegar skipið kæmi I
ljós og fyrsti reykurinn sæist í norðri.
Þegar sá mikli viðburður varð, um
miðjan desember 1913, var hann enn
óstyrkur, máttvana, grindhoraður og
hárlaus. En loks, á sólfölum degi,
þegar Aurora yfírgaf Samveldisflóa í
slðasta sinn, sat Mawson við borð-
stokkinn aftur á og horfði á íssléttuna
fjarlægjast. Hann var djúpt snortinn á
þessari stundu og hugurinn fullur af
minningum. I huga hans komu ljóð-
línur eftir uppáhalds skáldið hans —
Rudyard Kipling — og hann skráði
þær í dagbókina sína:
,,Við komum ekki með kynstur af
gulli,
kryddi og dýrum steinum,
heldur það sem við safnað höfum
með svita og lúnum beinum”
(Þessar línur eru aðeins þýddar hér
efnislega - þýð.)
Lokaorð: Þótt sorglega færi fyrir
leiðangri Mawsons, varð vísindalegur
afrakstur hans margfalt meiri en af
leiðangri Scotts, þótt hann væri
miklu stærri og betur efnum búinn.
Raunin varð sú, að Mawson kortlagði
miklu stærra svæði af sjöttu heimsálf-
unni en nokkur samtfmamanna hans.
Mawson var aðlaður 1914 og dó
1958, 76 ára að aldri, án þess að
komast nokkurn tíma að því, hvað
það raunverulega var sem fór verst
með hann og Mertz félaga hans á
bakaleiðinni *