Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 59
ALLIR Á BRUNBRETTI!
57
stjórn og runnu vel yfír flest sem fyrir
varð. Sally Anne Miller, daglegur
framkvæmdastjóri Alþjóða sambands
brettabrunara (International
Skateboard Association), segir.
„Þessi hjól gáfu brunbrettunum
vængi.”
Nú til dags eru framleiddar 300
(eða þar um bil) ofurlítið
mismunandi gerðir af brunbrettum,
úr marglitri eik, trefjagleri eða áli, og
á þeim er ýmislegt fleira en þessi
fjögur breiðu úreþanhjól, sem hægt
er að fá riffluð, slétt eða með
mjókkandi snertifleti (bana). í
hjólunum eru fullkomnir öxlar (sem
kallaðir eru trukkar), sem hægt er að
herða á eða slaka eftir þvl hvaða hraða
óskað er eftir. Þótt hægt sé að kaupa
gott brunbretti fyrir 35 dollara (tæpar
9 þús. kr. ísl.) er hægt að fá alls konar
aukahluti, allt frá höggdeyfurum
niður í klæðingarmottur til að hafa
betra viðnám, sem koma búnaðinum
upp í 120 dollara (um 30 þús. ísl.
kr.).
Með besta búnaði er hægt að leika
sér að brunbrettum af því líkri
fjölbreytni — fyrir þá sem hafa
hæfileikana til — að nú þegar er farið
að berjast fyrir því að gera brettabrun
að keppnisgrein á ólympíuleikum.
íþróttafólkið kiprar sig saman til þess
að valda sem minnstri mótstöðu, en
hreyfir sig samt háttbundið, og
meistararnir hafa verið mældir á 107
km hraða á klukkustund — svo
miklum hraða, að sumir hafa prófað
að vera með litlar fallhlífar til þess að
hægja á sér. Og sumir brungarðar
hafa sett hámarkshraða.
Aðrir hafa orðið fjöllistamenn á
hjólum. I garði einum í Newjersey,
Ashbury Park, lék Ernie Martin,
tvítugur piltur, þá list að stökkva af
brettinu sínu á fullri ferð yfir 1,5 m
háa slá, lenda aftur á brettinu hinum
megin og halda áfram á sama hraða.
Og til þess að sýna að þetta væri
ekkert merkilegt fór hann þessu næst
út fyrir garðinn, stökk þar yfir tvo