Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 109
LANDIÐ FORDÆMDA
107
af sér annan vettlinginn og veifaði
honum yfir höfði sér. Enginn sá það.
Hann reyndi að kalla, en röddin var
aðeins rámt urg. Hann veifaði aftur.
Tíminn tók að silast af stað. Svo sá
hann, eins og í draumi, eina veruna
rétta úr sér og líta til hans. Þessir
blessaðir elsku menn — þeir voru enn
að bxða eftir honum! Ekki leið á
löngu þar til hann heyrði æstar raddir
berast upp eftir ískambinum. Það var
ekkert frekar fyrir hann að gera, erfíði
hans var lokið.
Samt fannst honum biðin aldrei
ætla að taka enda, þangað til fyrsti
maðurinn kom í ljós upp yfír brekku-
dragið fyrir neðan hann. Fyrst var
andlitið ógreinilegt, falið inn í ullar-
klútum, en fljótlega sá hann að þetta
var Frank Bickerton — gamli, góði
Bick!
Bickerton kom hlaupandi til
Mawson og laut yfír hann, með
skelfíngu og samúð í svipnum yfír
þessa illa leiknu mannvem í slitnum
fatalörfum, hann smeygði
höndunum undir handleggina og
lyfti auðveldlega líkamanum, sem var
lítið annað orðinn en lifandi beina-
grind — hann var kominn niður í 37
kíló — og lagði hann upp á sleðann.
Hann braut ísinn, sem hafði myndast
kringum opið á vatnsþéttu höfuð-
fatinu og starði inn í sokkin augu, á
spmngið andlitið, hmkkótt og
barkað eins og gamla valhnotu, og
bráí brún.
,,Drottinn minn,” stundi
Bickerton. , ,Hver þeirra ert þú?”.
Þeir hjálpuðu honum síðasta
spölinn niður, og bám hann hálf-
sofandi inn. En áður en hann lagðist
fyrir alvöru til hvíldar, bað hann
umiað loftskeytasamband yrði haft við
Auroru, sagt frá örlögum leiðangurs
hans og skipið kallað til baka. Skipið
sneri raunar við og sást næsta dag á
flóanum. En þá skall á fárviðri rétt
einu sinni, svo það var vonlaust að ná
mönnunum um borð.
Stjórnendurnir tveir, annar á
skipinu en hinn í landi, stóðu frammi
fyrir samskonar ákvörðun. Hve lengi