Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
Tóbakið fer ekki í manngreinarálit. Því er sama hvort í
hlut á Jón eða séra Jón. Það skemmir á okkur skrokkana
og lætur sér fátt um finnast, þótt það herji á
konunglegan skrokk.
KONUN GLEGUR MORÐINGI:
TÖBAKED
— Oliver Gillie —
*
*
*
M'
íðustu fjórir Bretlands-
Skóngar voru allir miklir
reykingamenn. Og þótt
lítið sé látið uppi opin-
^ berlega um heilsu
breskra þjóðhöfðingja,
eru sláandi líkur fyrir því, að reyking-
arnar hafi átt þátt í dauða þeirra.
Játvarður VII, í senn prins af Wales
og konungur, átti sennilega drjúgan
þátt í því að gera reykingar vinsælar
og afla þeim félagslegrar viðurkenn-
ingar. Hann innleiddi þann sið, sem
mesta tískufyrirbrigðið þótti í
Evrópu, að reykja sígarettur „strax
eftir mat.” Philip Magnus, sá sem
reit ævisögu hans, segir á einum stað:
,,Hann kammtaði sjálfum sér einn
lítinn vindil og tvær sígarettur fyrir
morgunmat, en eftir morgunmat
reykti hann að meðaltali 12 gríðar-
stóra vindla og 20 sígarettur.
Þegar hann var kominn yfir fer-
tugt, fór hann að þjást af alvarlegu
lungnakvefí (bronkítis). Læknar hans
ráðlögðu honum að reykja minna, en
hann skeytti því engu. Þegar hann var
kominn um sextugt varð hann af-
skaplega mæðinn og í stað þess að
ganga eftir veiðidýrunum í Balmoral
varð hann að láta reka þau til sín.
Um hádegi 6. maí 1910 tók hann á