Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
ráðgerðum að vera komin þangað í
tæka tíð. En svona rétt til að hafa allt
á hreinu, spurði ég hjúkrunar-
konuna, sem stjórnaði upprifjunar-
námskeiðinu fyrir Lamaze-aðferðina:
,,Hvað á maður að gera, ef barnið
fæðist áður en móðirin kemst á
sjúkrahúsið?” Hjúkrunarkonan
svaraði kurteislega en stuttaralega, og
það var ekki á henni að sjá, að henni
þætti þetta góð spurning. En við
lögðum orð hennar á minnið. Meira
en mánuði áður en Sharon átti von á
sér settum við bunka af dagblöðum,
skóreim (til að hnýta á nafla-
strenginn) og glerpípu (til að hreinsa
slím úr munni og nefi) út í bílinn.
24. janúar— dagurinn sem barnið
átti að fæðast — var ósköp venjulegur
dagur. Nokkrum dögum fyrr hafði
Sharop fengið fyrirvara hríðir, en
ekkert gerðist. 26. janúar,
mánudagur, var sá dagur er hún átti
að fara í mæðraskoðunina, og um
morguninn hélt hún einu sinni enn'
að nú væri hún að fara af stað.
Skelfing var það heppilegt,
hugsuðum við. Við höfðum þegar
skipulagt ferðina, fengið konu til að'
líta eftir börnunum, Miriam, þriggja
ára, og Timothy, 19 mánaða. En það
varð ekkert úr þessu. Læknirinn
sagði: ,,Þú getur þurft að snúa við
eftir þrjá tíma og koma aftur, — en
það getur allt eins verið að við hitt-
umst hér í eftirlitinu eftir viku. Það
er engin ástæða enn til að framkalla
fæðingu.”
Við minntum hann á hve langt við
áttum heim, og fengum þessi fleygu
orð til svars: ,,Jú, en ég hef aidrei
kynnst konu sem ekki hefur komist á
spítalann í tæka tíð. ”
Og þannig leið vikan. Fimmtudag-
inn 29. kom ég heim til að gleypa 1
mig kvöldmatinn, áður en ég fór á
fund. Ég tók eftir því að það var
minna en fjórðungur eftir af bensíni á
bílnum, en ákvað að það væri nóg að
taka bensín morguninn eftir.
En morgunninn kom einkar
snemma þennan föstudag, 30.
janúar. Sharon fór fyrir alvöru að hafa
hríðir klukkan hálf fjögur. Læknirinn
hafði sagt okkur að leggja af stað til
spítalans þegar reglulegar hríðir
hefðu staðið í klukkustund með átta
til tíu mínútna millibili. Klukkan
4.10 vaknaði ég við að Sharon reikaði
um gólfið með harðar hríðir. Tíu
mínútum seinna var ég klæddur og
búinn að hringja í spltalann og segja
að við værum að koma. Þá hringdi
Sharon í vinkonu sína, sem hafði
boðist til að vera hjá Miriam og
Timothy.
Smáborgin Nokomis var enn
sofandi og engin bensínstöð hafði
opnað, þegar við lögðum af stað
klukkan4.35. Nálin á bensímælinum
var komin æði langt til vinstri, en ég
minntist ekki á það við Sharon.
Nú var um að gera að komast
fljótt til Springfield. Hraðamælirinn
komst fljótt upp í 145, en því hraðar
sem ég ók, því lengri virtist ferðin
verða, og hríðirnar urðu æ ákafari.
Bilið milli þeirra styttist fyrst niður í